Framhaldsaðalfundi lokið
Framhaldsaðalfundi FÍA haldinn 13. mars 2017 er lokið.
Atkvæði á fundinum voru 329, 187 mættir og 142 umboð.
Kosið var milli tveggja frambjóðenda til meðstjórnar.
Guðlaugur Birnir Ásgeirsson hlaut 112 atkvæði eða 34%.
Högni B. Ómarsson hlaut 217 atkvæði eða 66%.
Nýkjörna stjórn FÍA skipa
Formaður
Örnólfur Jónsson
Varaformaður
Jóhann Óskar Borgþórsson
Meðstjórnendur
Guðmundur Már Þorvarðarson
Högni B. Ómarsson
Kristín María Grímsdóttir
Magni Snær Steinþórsson
Sigrún Bender
Varamenn
Jens Þór Sigurðarson
Óðinn Guðmundsson
Framhaldsaðalfundur FÍA
Aðalfundur Félags íslenskra atvinnuflugmanna sem haldinn var 16. febrúar 2017 var frestað þar sem ekki tókst að ljúka aðalfundarstörfum á einum fundi. Framhaldsaðalfundur FÍA verður haldinn á skrifstofu FÍA, Hlíðasmára 8, Kópavogi, mánudaginn 13. mars 2017, kl. 17.00.
Dagskrá:
- Kosning milli tveggja frambjóðenda í meðstjórn FÍA.
__________________________________________________________________________________
Notice of Continuation of 2017 Annual General Meeting
The 2017 Annual General Meeting of Félag íslenskra atvinnuflugmanna was adjourned on February 16th , 2017, without having completed all items of business on the agenda. The continuation of the Annual General Meeting of FÍA will be held at FÍA Office, Hlíðasmára 8, Kópavogi, on Monday March 13th, 2017, at 17:00.
Agenda:
- Election between two canditates to the board of FIA.
Aðalfundur FÍA
AÐALFUNDUR 2017 – FUNDARBOÐ
Aðalfundur Félags íslenskra atvinnuflugmanna verður haldinn á Grand Hotel Reykjavík, fimmtudaginn 16. febrúar 2017, kl. 20:00.
DAGSKRÁ
- Skýrsla stjórnar
- Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar
- Lagabreytingar
- Stjórnarkjör
- Kosnir skoðunarmenn reikninga FÍA
- Kosnir fulltrúar í Starfsráð
- Önnur mál
Aðalfundur FÍA
Aðalfundur FíA verður haldinn fimmtudaginn 25. febrúar 2016 kl. 20:00 á Grand Hótel Reykjavík, Gullteig.
Framboðum til stjórnar FÍA skal skilað til framkvæmdastjóra 14 dögum fyrir aðalfund eða fyrir kl. 24:00 þann 10. febrúar 2016.
Dagskrá fundarins veður send út síðar ásamt umboði fyrir aðalfund.
Nýskipuð samninganefnd FÍA við flugskólana
Ingvi Geir Ómarsson formaður
Davíð Þór Skúlason
Ida Björg Wessman
Þráinn Arnar Þráinsson
Ernir og Norlandair lægstbjóðendur í áætlunarflug fyrir vegagerðina
Tilboð í áætlunarflug innanlands með sérleyfi fyrir vegagerðina, voru opnuð hjá ríkiskaupum nýverið, eftir að nýtt útboð var auglýst fyrr á þessu ári. Um er að ræða annars vegar flugleiðir milli höfuðborgarinnar og Gjögurs, Bíldudals og Hafnar í Hornafirði, og hins vegar milli Akureyrar og Vopnafjarðar, Þórshafnar og Grímseyjar. Lægstbjóðendur í þetta flug voru flugfélögin Norlandair með flugið út frá Akureyri og Ernir með flugið til og frá Reykjavík. Það er því allt útlit fyrir að þessi félög sinni fluginu áfram eins og verið hefur. Bæði þessi félög eru með kjarasamning við FÍA fyrir sína flugmenn. Gert er ráð fyrir að nýr samningur um áætlunarflugið á grundvelli hins nýja útboðs taki gildi 1. apríl á næsta ári og verði til þriggja ára, með möguleika á framlengingu um tvö ár til viðbótar. Kostnaðaráætlun ríkisins vegna áætlunarflugs á alla staðina var uppá 900 milljónir króna miðað við 3 ára samning. Tilboð flugfélaganna tveggja voru aðeins yfir kostnaðaráætlun og námu samtals um ríflega einum milljarði króna miðað við 3 ár.
Fréttabréf FÍA komið út september 2016
Fréttabréf FÍA fyrir September 2016 kom út í dag þar sem farið er yfir það helsta sem er á döfinni hjá félaginu.
Helstu fréttir eru atvinnumál FÍA flugmanna, alþjóðasamstarf, EFÍA, skilaboð frá Skýjaborgum, ný útgáfa af FÍA appinu ásamt fróðleik um heilsuvernd og öryggismál. Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér innihald blaðsins ásamt því að koma á framfæri við skrifstofu FÍA hugmyndum að efni í næsta fréttabréf.
Nýskipuð samninganefnd FÍA við Icelandair
Jón Þór Þorvaldsson formaður
Guðmundur St. Sigurðsson
Hafsteinn Pálsson
Hjalti Valþórsson
Högni B. Ómarsson
Ólafur Örn Jónsson
EFÍA - fréttaveita
Á ársfundi EFÍA komu fram óskir sjóðfélaga um að fá tilkynningu um það þegar nýjar fréttir birtast á vefsíðu sjóðsins. Það er ánægjulegt að verða við slíkri beiðni og eru sjóðfélagar sem áhuga hafa hvattir til að skrá sig fyrir slíkum tilkynningum.
Opnað hefur verið fyrir sérstaka skráningarsíðu á vef sjóðsins http://efia.is/skraning , sjóðfélagar sem skrá netfang sitt á skráningarsíðu munu í kjölfarið fá sendan tölvupóst í hvert sinn sem ný frétt er birt á heimasíðu sjóðsins.
Ný útgáfa FÍA appsins komin í loftið
Nú hefur verið ráðist í endurbætur á FIA - mobile smáforritinu sem stór hluti félagsmanna hefur hlaðið niður í snjalltæki sín og nýtist stéttarfélaginu bæði til samskipta og úrvinnslu tilkynninga sem frá flugmönnum berast. Það er von stjórnar FÍA að með nýrri útgáfu aukist útbreiðsla FIA - mobile enn frekar og upplýsingagjöf verði gagnkvæm og skilvirk. Forritið hefur ennfremur verið þýtt og aðlagað að þörfum stéttarfélaga erlendis og hlaut ein slík útgáfa verðlaun í nýlegri samkeppni sem BALPA, félag atvinnuflugmanna í Bretlandi, tók þátt í.
Appið er nokkuð breytt og ber þar helst að nefna bæði nýja og eldri möguleika:
- Útlit og viðmót appsins er töluvert breytt. Ný tímalina við opnun appsins. Allt það nýjasta sem hefur verið sett í fréttir, fundargerðir, fréttabréf eða viðbrögð við skýrslum birtist á tímalínu á forsíðu.
- Hægt er að setja inn skýrslu með símann ÓTENGDAN. Búðu til skýrsluna og hún fer sjálfkrafa þegar síminn er tengdur við netið næst.
- Nú er hægt að svara viðbrögðum sem berast við innsendum skýrslum. Mynda þannig samtal við fulltrúa samstarfsnefndar sem afgreiðir þitt mál.
- Skýrsluhlutinn er nú fullkomnari og getur stéttarfélagið klæðskerasniðið reiti eftir þörfum.
- Félagsmenn geta nú skoðað lista yfir innsendar skýrslur sínar, og haldið þannig utan um sín mál.
- Stjórn, starfsfólk og nefndir eru nú á sama stað, undir tengiliðir.
- Fréttabréf eru með nýtt viðmót og fundargerðum er nú hægt að raða í tímaröð.
- Félagsmenn geta nú skoðað sinn heildar prófíl og breytt þar upplýsingum sem aðrir sjá.
- Nýjir stillingarmöguleikar appsins. Hvað á að birtast við ræsingu og fleira.
Einhverjir hafa lent í vandræðum með röðun í símaskrá, bæði stafrófsröðun og starfsaldursröð. Þegar þetta kemur upp er nauðsynlegt að smella á litla i efst í vinstra horni aðalvalmyndar og velja þar að aftengjast. Þá innskrá aftur og vandamálið ætti að vera leyst.
Lokun flugbrautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli
Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur verulegar áhyggjur af stöðu flugöryggismála á Reykjavíkurflugvelli í kjölfar niðurstöðu dóms Hæstaréttar í máli nr. 268/2016 um að íslenska ríkinu beri að loka braut 06/24 innan 16 vikna. Í áhættumati varðandi lokun brautarinnar frá 22. maí 2015 er ekki tekið tillit til áhrifa á flugvallakerfið í landinu í heild sinni, fjárhagslegra áhrifa á flugrekstur né það sem mestu skiptir þ.e. neyðarskipulags almannavarna og áhrifa á sjúkraflutninga.
Að mati FÍA er flugbraut 06/24 í Reykjavík nauðsynlegur hluti af vellinum til að tryggja nýtingarhlutfall í ljósi mikilvægis vallarins til sjúkra og neyðarflutninga.
Verði flugbraut 06/24 á Reykjavíkurflugvelli lokað er óviðunandi að ekki liggi fyrir ákvörðun um að opna á Keflavíkurflugvelli flugbraut með svipaða stefnu, sem staðið hefur lokuð í áraraðir. Mikilvægt er að flugbraut með stefnu suðvestur/norðaustur sé til staðar á suðvesturlandi.