EFÍA - fréttaveita
Á ársfundi EFÍA komu fram óskir sjóðfélaga um að fá tilkynningu um það þegar nýjar fréttir birtast á vefsíðu sjóðsins. Það er ánægjulegt að verða við slíkri beiðni og eru sjóðfélagar sem áhuga hafa hvattir til að skrá sig fyrir slíkum tilkynningum.
Opnað hefur verið fyrir sérstaka skráningarsíðu á vef sjóðsins http://efia.is/skraning , sjóðfélagar sem skrá netfang sitt á skráningarsíðu munu í kjölfarið fá sendan tölvupóst í hvert sinn sem ný frétt er birt á heimasíðu sjóðsins.
Ný útgáfa FÍA appsins komin í loftið
Nú hefur verið ráðist í endurbætur á FIA - mobile smáforritinu sem stór hluti félagsmanna hefur hlaðið niður í snjalltæki sín og nýtist stéttarfélaginu bæði til samskipta og úrvinnslu tilkynninga sem frá flugmönnum berast. Það er von stjórnar FÍA að með nýrri útgáfu aukist útbreiðsla FIA - mobile enn frekar og upplýsingagjöf verði gagnkvæm og skilvirk. Forritið hefur ennfremur verið þýtt og aðlagað að þörfum stéttarfélaga erlendis og hlaut ein slík útgáfa verðlaun í nýlegri samkeppni sem BALPA, félag atvinnuflugmanna í Bretlandi, tók þátt í.
Appið er nokkuð breytt og ber þar helst að nefna bæði nýja og eldri möguleika:
- Útlit og viðmót appsins er töluvert breytt. Ný tímalina við opnun appsins. Allt það nýjasta sem hefur verið sett í fréttir, fundargerðir, fréttabréf eða viðbrögð við skýrslum birtist á tímalínu á forsíðu.
- Hægt er að setja inn skýrslu með símann ÓTENGDAN. Búðu til skýrsluna og hún fer sjálfkrafa þegar síminn er tengdur við netið næst.
- Nú er hægt að svara viðbrögðum sem berast við innsendum skýrslum. Mynda þannig samtal við fulltrúa samstarfsnefndar sem afgreiðir þitt mál.
- Skýrsluhlutinn er nú fullkomnari og getur stéttarfélagið klæðskerasniðið reiti eftir þörfum.
- Félagsmenn geta nú skoðað lista yfir innsendar skýrslur sínar, og haldið þannig utan um sín mál.
- Stjórn, starfsfólk og nefndir eru nú á sama stað, undir tengiliðir.
- Fréttabréf eru með nýtt viðmót og fundargerðum er nú hægt að raða í tímaröð.
- Félagsmenn geta nú skoðað sinn heildar prófíl og breytt þar upplýsingum sem aðrir sjá.
- Nýjir stillingarmöguleikar appsins. Hvað á að birtast við ræsingu og fleira.
Einhverjir hafa lent í vandræðum með röðun í símaskrá, bæði stafrófsröðun og starfsaldursröð. Þegar þetta kemur upp er nauðsynlegt að smella á litla i efst í vinstra horni aðalvalmyndar og velja þar að aftengjast. Þá innskrá aftur og vandamálið ætti að vera leyst.
Lokun flugbrautar 06/24 á Reykjavíkurflugvelli
Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) hefur verulegar áhyggjur af stöðu flugöryggismála á Reykjavíkurflugvelli í kjölfar niðurstöðu dóms Hæstaréttar í máli nr. 268/2016 um að íslenska ríkinu beri að loka braut 06/24 innan 16 vikna. Í áhættumati varðandi lokun brautarinnar frá 22. maí 2015 er ekki tekið tillit til áhrifa á flugvallakerfið í landinu í heild sinni, fjárhagslegra áhrifa á flugrekstur né það sem mestu skiptir þ.e. neyðarskipulags almannavarna og áhrifa á sjúkraflutninga.
Að mati FÍA er flugbraut 06/24 í Reykjavík nauðsynlegur hluti af vellinum til að tryggja nýtingarhlutfall í ljósi mikilvægis vallarins til sjúkra og neyðarflutninga.
Verði flugbraut 06/24 á Reykjavíkurflugvelli lokað er óviðunandi að ekki liggi fyrir ákvörðun um að opna á Keflavíkurflugvelli flugbraut með svipaða stefnu, sem staðið hefur lokuð í áraraðir. Mikilvægt er að flugbraut með stefnu suðvestur/norðaustur sé til staðar á suðvesturlandi.
Ályktun vegna lagasetningar á yfirvinnubann flugumferðarstjóra
Félag íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) harmar lagasetningu á yfirvinnubann flugumferðarstjóra sem samþykkt var á Alþingi með 32 atkvæðum gegn 13 þann 8. júní s.l. Stjórnvöld hafa nú ítrekað sett lög á löglega boðaðar aðgerðir stéttarfélaga og þannig haft bein áhrif á kjaraviðræður fjölmargra aðila. Svo virðist sem atvinnurekendur geti reitt sig á lagasetningar stjórnvalda og þannig vikið sér undan þeirri ábyrgð sem á þeim hvílir um að gera kjarasamninga við starfsmenn.
Sumaropnun FÍA
Skrifstofan er opin á virkum dögum frá kl: 09:00 - 13:00, 1. júní - 31. ágúst.
Kjarasamningur FÍA við Flugfélagið Mýflug samþykktur
Fimmtudaginn 26. maí lauk rafrænni kosningu um nýjan kjarasamning FÍA við Flugfélagið Mýflug.
Niðurstaða er eftirfarandi: Á kjörskrá voru 10 flugmenn, atkvæði nýttu 7 sem gerir 70% kjörsókn.
Allir sem greiddu atkvæði sögðu já, enginn sat hjá, þannig að samningurinn er samþykktur 100% m.v. þá sem tóku afstöðu.
Samingurinn gildir til 31. desember 2017.
Kosning um samþykktarbreytingar EFÍA - aukning réttinda
Á ársfundi EFÍA sem haldinn var þann 11. maí sl. lagði stjórn sjóðsins fram tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins. Um er að ræða tillögur um aukningu áunninna réttinda allra sjóðfélaga um 3% miðað við réttindi í árslok 2015.
Samkvæmt samþykktum sjóðsins skal fara fram allsherjaratkvæðagreiðsla sjóðfélaga um samþykktarbreytingar. Bréf með vefslóð inn á kosningavef og kosningarkóða, ásamt tillögum stjórnar um breytingar á samþykktum sjóðsins, hefur verið sent til sjóðfélaga.
Atkvæðagreiðsla hefst kl. 10:00 þann 23. maí og lýkur kl. 10:00 þann 6. júní.
Ef einhverjar spurningar vakna eða ef tölvupóstur eða bréf með kosningakóða og hlekk á vefslóð kosninganna berst ekki sjóðfélaga, er sá hinn sami hvattur til að hafa samband við Svein G. Þórhallsson hjá Lífeyrisþjónustu Arion banka í síma 444 7721, eða hafa samband í þjónustusíma sjóðfélaga 444 8960 eða senda póst á efia@arionbanki.is. Stjórn sjóðsins veitir einnig fúslega upplýsingar.
Ársfundur Eftirlaunasjóðs FÍA
Ársfundur Eftirlaunasjóðs FÍA verður haldinn miðvikudaginn 11. maí kl. 14.00 í Hlíðasmára 8 í Kópavogi. Dagskrá fundarins fer eftir samþykktum sjóðsins og 30. gr. laga nr. 129/1997 um starfsemi lífeyrissjóða.
Fréttatilkynning frá ECA
European Pilots Join Coalition for Fair Competition in Aviation
Brussels, 4 May 2016
The European Cockpit Association (ECA), representing over 38.000 European pilots, is announcing its support for “Europeans for Fair Competition” (E4FC), a coalition, dedicated to restoring a level playing field for European aviation vis-a-vis state-sponsored Gulf carriers.
In the past decade, state-sponsored airlines from the United Arab Emirates and Qatar have massively expanded their capacity on many of the routes previously serviced by European carriers. The problem with this capacity-dumping is that these airlines are (partly) state-owned, supported by state aid, benefitting from access to cheap (airport) infrastructure, fuel and capital. Such market distorting practices are detrimental not only to the aviation industry, its employees, and direct connectivity for passengers, but also harms the wider EU economy.
“Everyone should be bound to play by the same rules”, says ECA President Dirk Polloczek. “And yet, over the past decade, the three Gulf airlines have collectively received €39 billion in unfair benefits from their governments, as a recent in-depth investigation showed. It is therefore no surprise that these cash-rich airlines can afford to easily finance their excessive and detrimental growth strategy. What is alarming is that all this comes directly at the expense of the European aviation and its employees, who are following strict state-aid and fair competition rules and who do not have access to unlimited funds. Europe needs to take urgent action and stop this to safeguard the future of our industry and the employment it generates in Europe.”
The goal of the E4FC coalition is to raise awareness for the urgent need to restore fair competition, to end the Middle East airline subsidies and to expose airlines violating the international agreements and competition and trade rules.
“600 European-based jobs are lost for every long-haul route abandoned as a result of the predatory expansion of a Gulf carrier”, says Philip von Schöppenthau, ECA Secretary General. “The threat is real, it is happening now, and needs action quickly. We will work closely with national governments, the European Commission and other stakeholders to end this unprecedented and harmful market distortion.”
***
For further information, please contact:
Dirk Polloczek, ECA President, Tel: +32 2 705 32 93
Philip von Schöppenthau, ECA Secretary General, Tel: +32 2 705 32 93
For more information see: ECA submission to the US Department of State & ECA Statement at European Parliament Hearing
Alþjóðlegt ungmenna-skiptiprógram
Á aðalfundi IFALPA, alþjóða flugmannasambandsins, var kynning á alþjóðlegu ungmenna- skiptiprógrammi flugfjölskyldna fyrir ungmenni á aldrinum 14 til 19 ára.
Ungmennið er tengt við annað ungmenni á svipuðum aldri í flugfjölskyldu í öðru landi. Ungmennin dvelja svo saman á heimili hvors annars. Þau eru tvær vikur heima hjá þér og tvær vikur hjá erlendu fjölskyldunni. Skiptin fara fram þegar frí er í skóla.
Þeir sem hafa áhuga geta fengið nánari upplýsingar á intlyouth.org
Harma ákvörðun DOT um Norwegian
Yfirlýsing frá ársfundi IFALPA:
Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna hefur veitt írska flugrekandanum Norwegian (NAI)bráðabirgða heimild til flugs til Bandaríkjanna. Um tvö ár eru síðan félagið sótti fyrst um þessa heimild og allan þann tíma hafa staðið yfir harðar deilur um hvort leyfið til írska NAI rúmaðist innan „Open skies” samnings Bandaríkjanna og Evrópu, ekki hvað síst vegna tilburða félagsins til að sniðganga venjuleg starfskjör launafólks.
Ársfundur IFALPA haldinn í New Orleans 15. til 18. apríl samþykkti einróma yfirlýsingu þar sem þessi ákvörðun bandarískra yfirvalda er hörmuð og skorað er á bæði þau og stjórnvöld í Evrópusambandinu að endurskoða leyfisveitinguna. Annað hvort beri að afturkalla leyfið eða að skilyrða það við að Norwegian tryggi eðlileg réttindi starfsfólks eins og önnur flugfélög gera beggja vegna Atlantshafsins.