Aðalfundur EFÍA
Síðastliðinn föstudag, 31. maí, var haldinn ársfundur Eftirlaunasjóðs FÍA að Hlíðasmára 8. Á dagskrá voru hefðbundin störf.
Í kjölfar fundarins var rafræn kosning til stjórnar og einnig vegna samþykktabreytinga og lýkur henni 7. júní kl. 13:00. Í kosningu til stjórnar er kosið um tvo varamenn til stjórnarsetu í tvö ár. Í framboði eru:
Arna Óskarsdóttir - Upplýsingar um frambjóðanda
Gauti Sigurðsson - Upplýsingar um frambjóðanda
Úlfar Henningsson - Upplýsingar um frambjóðanda
Samkvæmt samþykktum sjóðsins skal kjósa í öll sæti sem í boði eru og þurfa gildir kjörseðlar því að innihalda kosningu í tvö sæti varamanna.*
Þar sem eitt framboð barst í eitt sæti aðalmanns er sjálfkjörið í það sæti. Salvör Egilsdóttir mun sitja sem aðalamaður í tvö ár.
Einnig er kosið um samþykktabreytingar. Hér að neðan má sjá allar tillögur stjórnar til breytinga á samþykktum EFÍA:
Tillögur stjórnar til samþykktabreytinga 2024
Kjörklefinn https://www.arionbanki.is/efia/um-efia/stjornarkjor-2024/kosningar-efia-2024/
Stjórn EFÍA
NTF fundur í Reykjavík
The Nordic Transport Federation (NTF) Civil Aviation Section hittust 30. - 31. maí sl. í Reykjavík til að ræða ITF ráðstefnuna sem verður í Marrakech og aukna samvinnu á milli eininga. Um var að ræða 26 aðila frá Norðurlöndunum sem hittust í sal Flugvirkjafélagsins í Borgartúni. Friðrik Ómarsson, Jónas Þór Guðmundsson og Vala Gauksdóttir tóku þátt fyrir hönd FÍA.
Meðal þess sem fram fór á fundinum voru kynningar á starfsemi íslensku stéttarfélaganna (FÍA, FFÍ og FVFÍ), yfirferð frá fulltrúm VR vegna kjarabaráttu starfsfólks í farþegaafgreiðslu í Keflavík, kynning sagnfræðings á íslenskri sögu og menningu auk þess sem drjúgur tími fór í að ræða málefni hinna ýmsu aðildarfélaga flugráðs NTF á Norðurlöndunum. Að loknum fundi á fimmtudag var fundargestum boðið til 3ja rétta kvöldverðar í boði FÍA, FFÍ og FVFÍ. Fundinum lauk svo á föstudeginum með heimsókn í flugskýli Icelandair, Ground Operations og Network Control Center Í Keflavík.
FÍA vill þakka öllum þeim sem komu að fundinum ásamt skipuleggendum NTF.
Hádegisfyrirlestur um starfslok og lífeyrismál
Starfsmenntasjóður stóð fyrir hádegisfyrirlestri með Birni Berg Gunnarssyni fjármálaráðgjafa sem kom og hélt erindi um lífeyrismál og starfslok.
Á þessu ítarlega og gagnlega námskeiði var farið vandlega yfir allt sem nauðsynlegt er að vita varðandi fjármál við starfslok.
Meðal þeirra spurninga sem leitað var svara við voru:
Hvenær og hvernig hentar að sækja lífeyrisgreiðslur?
Hvernig göngum við á séreignarsparnað?
Hvað þarf að vita varðandi greiðslur og skerðingar almannatrygginga?
Er skynsamlegt að sækja hálfan lífeyri?
Hvernig deili ég lífeyri með makanum mínum?
Hvaða skatta kem ég til með að greiða?
Góð þáttaka var á viðburðinn og einnig var honum streymt. Fyrirlesturinn er aðgengilegur félagsmönnum í appinu og á innri vef FÍA. Slóðina má einnig finna á facebook síðu Starfsmenntasjóðsins.
Starfsmenntasjóður FÍA þakkar fyrir góða áheyrn.
Alþjóðlegur dagur flugmanna
Kæru félagar,
Í dag föstudaginn 26. apríl er Alþjóðlegur dagur flugmanna.
FÍA sendir félagsmönnum FÍA sem og samstarfsfólki okkar í flugiðnaðinum árnaðaróskir í tilefni dagsins og þakkir fyrir komuna í flugmannakaffi í dag.
Hádegisfyrirlestur fyrir Grasrótina
Öryggisnefnd FÍA stóð fyrir hádegisfyrirlestri þann 23. apríl sl. fyrir ,,Grasrótina" sem ætlaður var fyrir atvinnuflugmenn sem stunda einkaflug innan FÍA.
Verkefnastjóri Isavia ásamt fulltrúum frá öryggisnefnd fóru m.a. yfir:
Upprifjun fyrir sumarvertíðina
Flugbrautar- og akbrautarátroðningur
Loftrýmin í kringum höfuðborgarsvæðið
Flugupplýsingar og hvernig á að nálgast þær
Þyngdarútreikningar
Sjónflugsleiðir til og frá BIRK
Flug við óstjórnaða flugvelli
Breytingar á akbrautarheitum, merkingum og skiltum á BIRK
ofl.
Öryggisnefnd FÍA þakkar áhugasömum fyrir komuna.
Ársfundur EFÍA 2024
Ársfundur EFÍA 2024
Ársfundur Eftirlaunasjóðs FÍA verður haldinn föstudaginn 31. maí kl. 12:00 í Hlíðasmára 8 í Kópavogi.
Dagskrá fundarins fer eftir samþykktum sjóðsins og 30. gr. laga nr. 129/1997, um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Allir sjóðfélagar eiga rétt á fundarsetu með umræðu- og tillögurétti.
Dagskrá, fundargögn og upplýsingar um framboð til stjórnar verða birt þegar nær dregur.
Tillögur til ályktunar um önnur mál, sem taka á fyrir á ársfundi, þurfa að berast stjórn sjóðsins eigi síðar en viku fyrir ársfund.
Aðalfundur FÍA
Aðalfundur Félags íslenskra atvinnuflugmanna verður haldinn fimmtudaginn 29. febrúar 2024, kl. 20:00 í Hlíðasmára 8, 200 Kópavogi.
Hefðbundin aðalfundadagskrá fer fram:
DAGSKRÁ
- Stjórnarkjör
- Skýrsla stjórnar
- Reikningar félagsins lagðir fram til samþykktar
- Lagabreytingar
- Kosning skoðunarmenn reikninga FÍA
- Kosning fulltrúa í Starfsráð
- Önnur mál
Sæti formanns og fjögurra meðstjórnenda eru laus. Sjálfkjörið er í embætti formanns en kjósa þarf í embætti meðstjórnenda. Í framboði til formanns er Jón Þór Þorvaldsson. Í framboði til stjórnar eru: Eli Úlfarsson (ICE), Guðmundur Óskar Bjarnason (ICE), Högni Björn Ómarsson (ICE), Kristinn Alex Sigurðsson (ICE), Vala Gauksdóttir (FÍ) og Örnólfur Jónsson (ICE).
Léttar veitingar verða í boði eftir fundinn. Vonumst til að sjá sem flesta félagsmenn.
Bestu kveðjur,
Stjórn FÍA
*ENGLISH*
The Icelandic Airline Pilots Association annual Meeting will be held at Hlíðasmári 8, 200 Kópavogur, Thursday 29th of February 2024, at 20:00.
Agenda
- Election of the board members.
- The association’s board reports on the association’s operations.
- The association’s pronounced accounts are submitted.
- Law changes
- Election of 2 account surveyors.
- Elections for FÍA Seniority working committee.
- Other Matters.
President position and four board members are available. Jón Þór Þorvaldsson is only one running for the President position. Those who are running for board positions are: Eli Úlfarsson (ICE), Guðmundur Óskar Bjarnason (ICE), Högni Björn Ómarsson (ICE), Kristinn Alex Sigurðsson (ICE), Vala Gauksdóttir (FÍ) og Örnólfur Jónsson (ICE).
Light beverages and snack will be served at the end of the meeting.
Best regards,
The Board of FÍA
Sjóðsfélagafundur EFÍA - 13. febrúar kl 12
Þriðjudaginn 13. febrúar kl. 12:00 fer fram sjóðfélagafundur EFÍA. Þrjú mál eru á dagskrá.
Fyrst verður fjallað um ávöxtun sjóðsins á síðasta ári og hvernig nýja árið fer af stað.
Annað mál á dagskrá er dómur Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem ákvæði í samþykktum LIVE lífeyrissjóðs var dæmt ógilt, en það varðar umreikning áunninna lífeyrisréttinda vegna spár um hækkandi lífaldur. Þessi dómur kann að hafa fordæmisgildi á samþykktir EFÍA.
Að lokum verður stutt kynning á reglum sjóðsins um makalífeyri.
Fundurinn verður haldinn í sal FÍA að Hlíðasmára 8. Léttar hádegisveitingar verða í boði og að sjálfsögðu opið fyrir spurningar og umræður.
Niðurstöður Stjórnarkjörs FÍA 2024
Á aðalfundi FÍA í gærkveldi lágu úrslit kosninga um stjórnarkjör í FÍA fyrir. Kosningaþáttaka var afar góð en um 72,64% sem voru á kjörskrá tóku þátt en
félagsmenn gátu kosið að þessu sinni. Aðalfundurinn fór fram að þessu sinni í höfuðstöðvum FÍA og var salurinn þéttsetinn.
Úrslit stjórnarkjörs FÍA eru:
Jón Þór Þorvaldsson, kjörinn formaður til næstu tveggja ára.
Meðstjórnendur til næstu tveggja ára eru;
Elí Úlfarsson (ICE) - 62,67%
Örnólfur Jónsson (ICE) - 60%
Guðmundur Óskar Bjarnason (ICE) - 59,83%
Högni Björn Ómarsson - 50,67%
Vala Gauksdóttir (FÍ) - 48,83%
Kristinn Alex Sigurðsson - 37,83%
Samkvæmt 16. gr. laga geta aðeins fimm félagsmenn frá hverjum samningsaðila FÍA geta tekið sæti í stjórn hverju sinni. Þar sem félagmenn frá Icelandair fylltu kvótann sinn í þessum er Vala sjálfkjörin í stjórn FÍA.
Félagsmenn FÍA óskar þeim til hamingju með kjörið og og óskar þeim velfarnaðar í störfum sínum.
Þeir stjórnarmenn sem hætta í stjórn eru Gunnar Björn Bjarnason, Högni Björn Ómarsson, Sara Hlín Sigurðardóttir og Steindór Ingi Hall. Félagsmenn FÍA þakkar þeim fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu atvinnuflugmanna.
Fyrir eru í stjórn: Guðmundur Már Þorvarðason, varaformaður, G. Birnir Ásgeirsson, Haraldur Helgi Óskarsson, Jóhannes Jóhannesson meðstjórnendur.
Lögfræðiteymi FÍA stækkar
Anna Lilja Hallgrímsdóttir hefur verið ráðin til starfa sem lögfræðingur hjá Félagi íslenskra atvinnuflugmanna (FÍA) og hóf hún störf 1. desember. Fyrir er Sonja Bjarnadóttir Backmann.
Síðan árið 2012 hefur hún starfað sem lögfræðingur hjá Lögmannafélagi Íslands þar sem hún sinnti m.a. eftirliti með því að lögmenn uppfylltu starfstengdar skyldur sínar, starfaði fyrir laganefnd félagsins og úrskurðarnefnd lögmanna, skipulagði viðburði ásamt því að vera upplýsingafulltrúi gagnvart samtökum evrópskra lögmannafélaga.
Anna Lilja er útskrifaður lögfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík en hún lauk BA prófi í lögfræði árið 2010 og meistaranámi árið 2012. Þá hlaut hún málflutningsréttindi fyrir héraðsdómstólum árið 2014. Samhliða námi starfaði hún hjá Creditinfo og Bæjarskrifstofum Garðabæjar ásamt því að vera starfsnemi hjá Mörkinni lögmannsstofu og Ríkissaksóknara.
Anna Lilja er 36 ára Kópavogsbúi og er gift Úlfari Frey Jóhannssyni lögfræðingi og eiga þau saman þrjár dætur á aldrinum 10 mánaða til 10 ára. Hennar helstu áhugamál eru samvera með fjölskyldunni, ferðalög og hundurinn Perla.
Stjórn býður Önnu velkomna til starfa og óskar henni velfarnaðar í starfi.
EASA óskar eftir þátttöku og áliti evrópskra flugmanna
Minimum Crew Operations (eMCO) / Single Pilot Operations (SiPO) -Könnun-
EASA vinnur nú að öflun gagna frá flugmönnum vegna innleiðingar á Minimum Crew Operations (eMCO) og Single Pilot Operations (SiPO).
EASA hefur því gefið út stutta könnun sem unnin er í samstarfi við hollensku stofnunina NRL, eða Royal Netherlands Aerospace Centre.
Með þessari könnun er meðal annars verið að afla gagna um þreytu, veikindi flugmanna við störf, einveru í stjórnklefa en einnig er leitað eftir áliti flugmanna á hugmyndafræði eMCO og SiPO.
Könnunin inniheldur 31 spurningu sem flestar eru fjölvalsspurningar.
Um það bil 15 mínútur tekur að svara og er okkar innlegg gríðarlega mikilvægt!
Opið er fyrir svör til 14. desember.
Smellið hér til þess að taka þátt: survey.nlr.nl
Paul Allen kosinn í stjórn ECA
Paul Allen, flugstjóri hjá Air Atlanta hefur verið kosinn í stjórn Evrópska flugmannasambandsins ( e. European Cockpit Association) á nýafstaðinni ráðstefnu sambandsins í Brussel.
Paul er fyrstur íslenskra flugmanna sem kjörinn er í stjórn ECA, en stjórnina skipa 6 aðilar. Hann er menntaður flugvirki og flugmaður og hefur áratuga reynslu úr störfum sínum sem flugmaður og síðar flugstjóri frá árinu 1994. Paul er einnig með mastersgráðu í flugöryggismálum frá Háskólanum í London og er viðurkenndur af ICAO sem rannsakandi flugslysa.
Paul hefur sinnt nefndarstörfum í Alþjóðanefnd FÍA undanfarin ár við góðan orðstír og kosning hans í hlutverk Director Professional Affairs ekki einungis staðfesting á framúrskarandi starfi hans í þágu félagsmanna FÍA á alþjóðavettvangi sl. ár, heldur er kosningin einnig mikilvæg viðurkenning á því starfi sem aðilar í nefndum FÍA vinna í þágu félagsmanna.
Stjórn FÍA óskar Paul Allen til hamingju með kosninguna og óskar honum velfarnaðar í störfum sínum hjá ECA.
"The European Cockpit Association (ECA) was created in 1991 and is the representative body of European pilots at European Union (EU) level. It represents over 40,000 European pilots from the National pilot Associations in 33 European states."
"The European Cockpit Association represents the collective interests of professional pilots at European level, striving for the highest levels of aviation safety and fostering social rights and quality employment."