Breytingar í trúnaðarráði FÍA
Búið er að manna nýtt trúnaðarráð FÍA að mestu leyti en óskað var eftir framboði í ráðið fyrir nokkru síðan. Sjálfkjörið var í ráðið að mestu leyti en í einhverjum flugmannahópum bárust ekki næg framboð. Verið er að leita innan þeirra hópa eftir aðilum sem eru tilbúnir að bjóða sig fram.
Niðurstaða kosninga - Stjórn FÍA 2016-2017
Formaður
Örnólfur Jónsson Icelandair
Varaformaður
Kjartan Jónsson Icelandair
Meðstjórnendur
Guðjón Halldór Gunnarsson Flugfélag Íslands
Guðmundur Már Þorvarðarson Icelandair
Helgi S. Skúlason Air Atlanta
Högni B. Ómarsson Icelandair
Sigrún Bender Icelandair
Varamenn
Jens Þór Sigurðarson Landhelgisgæsla Íslands
Óðinn Guðmundsson Flugfélagið Ernir
Kjarasamningur FÍA við Flugfélagið Erni samþykktur
Miðvikudaginn 24. febrúar lauk rafrænni kosningu um nýjan kjarasamning FÍA við Flugfélagið Erni.
Niðurstaða er eftirfarandi:
Á kjörskrá voru 15 flugmenn, atkvæði nýttu 12 sem gerir 80% kjörsókn.
Allir sem greiddu atkvæði sögðu já, enginn sat hjá, þannig að samningurinn er samþykktur 100% m.v. þá sem tóku afstöðu.
Samingurinn gildir til 31. maí 2018.
Nýjar FTL reglur taka gildi
Með reglugerð nr. 124/2016 um breytingar á reglugerð nr. 1043/2008 um flug- og vinnutímamörk og hvíldartíma flugverja eru innleidd ákvæði reglugerðar framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 83/2014. Reglugerðin tekur gildi frá og með með deginum í dag, 18. febrúar 2016, að undanskildu ákvæði e-liðar í ORO.FTL.205 í III. viðauka við reglugerð (ESB) nr. 965/2012, sbr. reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 83/2014, sem koma skulu til framkvæmda 17. febrúar 2017. Reglugerð 124/2016 má finna á slóðinni: http://www.reglugerd.is/reglugerdir/eftir-raduneytum/innanrikisraduneyti/nr/0124-2016
EASA flugöryggisstofnun Evrópu hefur unnið að þessum reglum mörg síðustu ár og er markmiðið að sömu reglur gildi í öllum löndum álfunnar hvað varðar vinnutíma og hvíld flugáhafna. Samkvæmt nýju reglunum er flugrekendum einnig gert að viðhalda ákveðnu gæðakerfi til að fylgjast með áhættuþáttum sem varða þreytu áhafna og bregðast við ef þurfa þykir.
En þrátt fyrir háleit markmið og langt innleiðingarferli liggur fyrir að skilningur eða túlkun bæði flugfélaga og flugmálayfirvalda er ekki alls staðar á einn veg.
Sjá nánar fréttatilkynningu frá ECA.
Hægt er að nálgast reglugerð framkvæmdastjórnarinnar (ESB) nr. 83/2014 á slóðinni: http://www.samgongustofa.is/media/log-og-reglur-i-flugmalum/EB83_2014.pdf
Reglugerð framkvæmdarstjórnar ESB má finna á slóðinni:
http://eur-lex.europa.eu/legal-content/EN/TXT/PDF/?uri=CELEX:32014R0083&from=EN
Nýr kjarasamningur við Flugfélagið Erni
Nýr kjarasamningur var undirritaður við Flugfélagið Erni í dag og gildir til 31. maí 2018.
Samningurinn fer í kynningu hjá flugmönnum félagsins og í kjölfarið í rafræna kosningu.
Nýárskveðja
Stjórn og starfsfólk skrifstofu óskar félagsmönnum farsældar á nýju ári, 70 ára afmælisári FÍA, með þökk fyrir liðin ár.
Fyrirlestur um geðheilbrigði
Þann 10. nóvember mun Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir halda fyrirlestur um geðheilbrigði og andlegt álag í sal Félags íslenskra atvinnuflugmanna að Hlíðasmára 8 kl. 20:00.
Fyrirlesturinn er í boði Sjúkra- og Starfsmenntasjóðs FÍA.
ECA auglýsir eftir almannatengli
Evrópusamband flugmannafélaga auglýsir nú eftir almannatengli til starfa á skrifstofu sína í Brussel. Nánari upplýsinar er að finna í meðfylgjandi viðhengi.
Konur á skrifstofu FÍA í fríi á kvenréttindadaginn
Konurnar þrjár sem vinna á skrifstofu FÍA verða í fríi á kvenréttindadaginn, 19. júní 2015. Liðin eru hundrað ár frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi og taldi FÍA rétt að starfsfólk félagsins fengi gott tækifæri til að halda upp á daginn. Karlarnir tveir eru við og skrifstofan því með venjulegan opnunartíma.
Að borga fyrir að fljúga - verður að stöðva
Þegar ungir flugmenn þurfa að borga flugfélögum fyrir að fá að fljúga flugvélum þeirra með þeirra farþega er eitthvað verulega rangt í gangi. Vegna þessa hefur Evrópusamband flugmannafélaga, ECA, vakið athygli á þessu óásættanlega - en hríðvaxandi - vandamáli, sem æ fleiri félög og starfsmannaleigur í Evrópu stunda. ECA kallar eftir reglum sem banna slík "Pay-to-fly" (P2F). Flugfélögin skíra þetta oft fallegum nöfnum, eins og "sjálf-greidd línuþjálfun" og bjóða nýútskrifuðum flugmönnum að kaupa pakka af flugtímum til að öðlast reynslu. Oft eru þessir tímar hluti af þjálfun fyrir "tegundaráritun" sem öll venjuleg flugfélög framkvæma innanhúss hjá sér er þau þjálfa viðkomandi á sínar flugvélar - þetta er partur af þjálfun hvers atvinnuflugmanns.
Hér er hægt að sjá tilkynningu ECA.
Pay-to-fly must stop! from EuropeanCockpitAssociation on Vimeo.
Kjarasamningur FÍA við Atlanta felldur í annað sinn
Föstudaginn 17. apríl s.l. kl. 23 lauk rafrænni kosningu um nýjan kjarasamning FÍA við Flugfélagið Atlanta.
Niðurstaða kosningarinnar er þessi:
Á kjörskrá voru 107 flugmenn, atkvæði nýttu 88 sem gerir 82,2% kjörsókn.
Svörin skiptast svo:
Nei ég samþykki ekki meðfylgjandi kjarasamning 45
Já ég samþykki meðfylgjandi kjarasamning 42
Ég sit hjá 1
Samningurinn er því felldur með 51,7% þeirra sem tóku afstöðu.
Kjarasamningur FÍA við Flugfélag Íslands hf. samþykktur
Kl 16 föstudaginn 17. apríl 2015 lauk rafrænni kosningu um nýjan kjarasamning FÍA við Flugfélag Íslands hf.
Niðurstaða kosningarinnar er þessi:
Á kjörskrá voru 46 flugmenn, atkvæði nýttu 39 sem gerir 84% kjörsókn.
Svörin skiptast svo:
Já, ég samþykki kjarasamning þann sem undirritaður var 1. apríl sl. 21
Nei, ég samþykki ekki kjarasamninginn 18
Ég sit hjá. 0
Samningurinn telst því samþykktur með 53,8% þeirra sem tóku afstöðu.