Nýr kjarasamningur við Flugfélagið Erni
Nýr kjarasamningur var undirritaður við Flugfélagið Erni í dag og gildir til 31. maí 2018.
Samningurinn fer í kynningu hjá flugmönnum félagsins og í kjölfarið í rafræna kosningu.
Nýárskveðja
Stjórn og starfsfólk skrifstofu óskar félagsmönnum farsældar á nýju ári, 70 ára afmælisári FÍA, með þökk fyrir liðin ár.
Fyrirlestur um geðheilbrigði
Þann 10. nóvember mun Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir halda fyrirlestur um geðheilbrigði og andlegt álag í sal Félags íslenskra atvinnuflugmanna að Hlíðasmára 8 kl. 20:00.
Fyrirlesturinn er í boði Sjúkra- og Starfsmenntasjóðs FÍA.
ECA auglýsir eftir almannatengli
Evrópusamband flugmannafélaga auglýsir nú eftir almannatengli til starfa á skrifstofu sína í Brussel. Nánari upplýsinar er að finna í meðfylgjandi viðhengi.
Konur á skrifstofu FÍA í fríi á kvenréttindadaginn
Konurnar þrjár sem vinna á skrifstofu FÍA verða í fríi á kvenréttindadaginn, 19. júní 2015. Liðin eru hundrað ár frá því að konur fengu kosningarétt á Íslandi og taldi FÍA rétt að starfsfólk félagsins fengi gott tækifæri til að halda upp á daginn. Karlarnir tveir eru við og skrifstofan því með venjulegan opnunartíma.
Að borga fyrir að fljúga - verður að stöðva
Þegar ungir flugmenn þurfa að borga flugfélögum fyrir að fá að fljúga flugvélum þeirra með þeirra farþega er eitthvað verulega rangt í gangi. Vegna þessa hefur Evrópusamband flugmannafélaga, ECA, vakið athygli á þessu óásættanlega - en hríðvaxandi - vandamáli, sem æ fleiri félög og starfsmannaleigur í Evrópu stunda. ECA kallar eftir reglum sem banna slík "Pay-to-fly" (P2F). Flugfélögin skíra þetta oft fallegum nöfnum, eins og "sjálf-greidd línuþjálfun" og bjóða nýútskrifuðum flugmönnum að kaupa pakka af flugtímum til að öðlast reynslu. Oft eru þessir tímar hluti af þjálfun fyrir "tegundaráritun" sem öll venjuleg flugfélög framkvæma innanhúss hjá sér er þau þjálfa viðkomandi á sínar flugvélar - þetta er partur af þjálfun hvers atvinnuflugmanns.
Hér er hægt að sjá tilkynningu ECA.
Pay-to-fly must stop! from EuropeanCockpitAssociation on Vimeo.
Kjarasamningur FÍA við Atlanta felldur í annað sinn
Föstudaginn 17. apríl s.l. kl. 23 lauk rafrænni kosningu um nýjan kjarasamning FÍA við Flugfélagið Atlanta.
Niðurstaða kosningarinnar er þessi:
Á kjörskrá voru 107 flugmenn, atkvæði nýttu 88 sem gerir 82,2% kjörsókn.
Svörin skiptast svo:
Nei ég samþykki ekki meðfylgjandi kjarasamning 45
Já ég samþykki meðfylgjandi kjarasamning 42
Ég sit hjá 1
Samningurinn er því felldur með 51,7% þeirra sem tóku afstöðu.
Kjarasamningur FÍA við Flugfélag Íslands hf. samþykktur
Kl 16 föstudaginn 17. apríl 2015 lauk rafrænni kosningu um nýjan kjarasamning FÍA við Flugfélag Íslands hf.
Niðurstaða kosningarinnar er þessi:
Á kjörskrá voru 46 flugmenn, atkvæði nýttu 39 sem gerir 84% kjörsókn.
Svörin skiptast svo:
Já, ég samþykki kjarasamning þann sem undirritaður var 1. apríl sl. 21
Nei, ég samþykki ekki kjarasamninginn 18
Ég sit hjá. 0
Samningurinn telst því samþykktur með 53,8% þeirra sem tóku afstöðu.
Nýr kjarasamningur við Flugfélag Íslands
Nýr kjarasamningur var undirritaður milli FÍA og Flugfélags Íslands þann 1. apríl s.l.
Samningurinn er á svipuðum nótum og þeir samningar sem gerðir hafa verið hjá FÍA að undanförnu og gildir út árið 2017.
Samningurinn fer nú í kynningu meðal flugmanna félasins og í framhaldinu í rafræna kosningu.
Kjarasamingur FÍA við Atlanta felldur
Kosningu um nýjan kjarasamning FÍA við flugfélagið Atlanta lauk nú kl. 23 UTC í kvöld.
Niðurstaða kosningarinnar er eftirfarandi:
Á kjörskrá voru 106.
90 greiddu atkvæði sem gerir 84% kjörsókn.
Atkvæði fóru sem hér segir:
Nei ég samþykki ekki meðfylgjandi kjarasamning - 76
Já ég samþykki meðfylgjandi kjarasamning - 13
Ég sit hjá - 1
Kjarasamningurinn er því felldur með 85,4% þeirra sem tóku afstöðu.
Nýr kjarasamningur við Norlandair
Nýr kjarasamningur var undirritaður við Norlandair þann 31. mars sl.
Samningurinn er í takti við aðra samninga sem gerðir hafa verið að undanförnu og gildir til 1. febrúar 2018.
Samningurinn fer nú í kynningu hjá flugmönnum félagsins og í kjölfarið í rafræna kosningu.