Konur á karlavinnustað
Konur á karlavinnustað - 3 mars 2015 frá kl 12 til 14
Erindi um stöðu kvenflugmanna hjá íslenskum flugfélögum. Þórkatla Aðalsteinsdóttir sálfræðingur flytur erindi og situr fyrir svörum.
Hvetjum alla félagsmenn til að mæta en erindið verður haldið í fundarsal FÍA og er öllum félagsmönnum að kostnaðarlausu.
Starfsmenntasjóður FÍA
Aðalfundur FÍA ályktar um Reykjavíkurflugvöll
Aðalfundur FÍA, haldinn 19. febrúar 2015, sendir frá sér eftirfarandi ályktun:
Félag íslenskra atvinnuflugmanna harmar vinnubrögð Reykjavíkurborgar, Isavia og annara hlutaðeigandi aðila varðandi framtíð Reykjavíkurflugvallar. Það er krafa FÍA að óháður, viðurkenndur, erlendur aðili verði fenginn til að vinna nýtt mat á notkunarstuðli Reykjavíkurflugvallar og að öllum framkvæmdum á Valssvæðinu verði frestað þar til Rögnunefndin hefur lokið störfum, og varanleg lausn fundin.
Aðalfundur FÍA 2015
Aðalfundur FÍA verður haldinn á Grand Hótel Reykjavík þann 19. febrúar 2015 kl. 20:00
Dagskrá fundarins eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt dagskrá sem send hefur verin til félagsmanna.
Aðalfundur FÍA 2015
Ákveðið hefur verið að aðalfundur FÍA verður haldinn þann 19. febrúar 2015.
Fundurinn verður nánar auglýstur þegar búið er að ganga frá bókun á fundarsal.
Gríðarleg aukning í gervi verktöku meðal flugáhafna
-getur haft áhrif á flugöryggi, segir í nýrri rannsókn.
Fjórir af hverjum 10 flugmönnum undir þrítugu í Evrópu vinna sem gervi verktakar í gegnum starfsmannaleigu, án þess að ráðningarsamnband sé beint við flugfélagið þar sem flugmennirnir starfa. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn sem háskólinn í Ghent í Belgíu hefur gert og Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stendur að. Niðurstöður þessarar rannsóknar eru kynntar á tveggja daga ráðstefnu í París sem hefst í dag. Rannsakendur segja í skýrslunni að gervi verktaka snúist ekki eingöngu um að komast hjá því að greiða skatta og opinber gjöld, heldur vakni áleitnar spurningar um áhrif þessa fyrirkomulags á flugöryggi.
Sjö af hverjum tíu gervi verktakaflugmönnum starfa fyrir lággjaldaflugfélög og það veldur ójafnri samkeppni milli flugfélaganna.
Hægt er að skoða fréttatilkynningu um málið í heild sinni hér.
IFALPA - auglýsir eftir “Professional & Government Affairs Officer"
Nánari upplýsingar er að finna hér
Gleðileg jól og farsælt komandi ár
Skrifstofa FÍA er lokuð milli jóla og nýárs og opnar aftur á nýju ári 2. janúar. Stjórn og starfsfólk FÍA óskar félagsmönnum sem og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári.
Ef þú átt brýnt erindi er hægt að ná í framkvæmdastjóra í síma 693 9690.
Flugmenn Icelandair samþykktu nýjan kjarasamning
Þann 19. desember 2014 lauk kosningu um kjarasamning FÍA við Icelandair Group hf./Icelandair ehf.
278 voru á kjörskrá og greiddu 225 atkvæði. Kjörsókn var því 81%. 179 flugmenn samþykktu samninginn, 40 sögðu nei og 6 sátu hjá. Samningurinn er því samþykktur með 81,7% þeirra sem tóku afstöðu.
Samningurinn hefur nú tekið gildi og gildir til 30. september 2017.
Fréttabréf FÍA komið út 2014
Nú er komið út nýtt fréttabréf FÍA þar sem farið er yfir það helsta í tengslum við kjaraviðræður FÍA við Icelandair.
Félagsmenn eru hvattir til að kynna sér innihald blaðsins ásamt því að koma á framfæri við skrifstofu FÍA hugmyndum að efni í næsta fréttabréf.
Nýr kjarasamningur við Flugfélagið Ernir 25. nóv
Skrifað var undir nýjan kjarasamning við flugfélagið Ernir þann 25. nóvember s.l.
Samningurinn gildir til 1. október 2015 og er á svipuðum nótum og aðrir samningar.
Samningurinn var lagður til atkvæða og var samþykktur með 91% greiddra atkvæða.
Kallað eftir jafnri samkeppni flugfélaga
Félög flugmanna í Evrópu vara við óeðlilegri samkeppni meðal flugfélaga sem haft geta alvarlega afleiðingar fyrir flugrekstur í álfunni. Verði ekkert að gert til að jafna samkeppnisstöðu flugfélaganna, gæti flugrekstur eins og við þekkjum hann í dag, orðið að engu.
Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri útgáfu á vegum ECA, European Cockpit Association sem nú hefur verið birt. Útgáfan markar um leið upphaf herferðar samtakanna fyrir hönd flugmanna Evrópu til að vekja athygli evrópskra stjórnvalda á því ástandi sem nú ríkir.
Sífellt fleiri flugfélög innan Evrópu leita leiða til að lækka kostnað og gera það með óeðlilegum hætti. Þannig reyna þau að komast hjá því að greiða skatta og opinber gjöld til samfélagsins og ráða starfsfólk í gegnum gervi verktöku.
Ójöfn samkeppni frá flugfélögum utan Evrópu er einnig vandamál þegar þau njóta ríkisstyrkja og hafa aðgang að mun ódýrara fjármagni og eldsneyti en þekkist hjá öðrum flugfélögum.
Hægt er að nálgast fréttatilkyningu frá ECA um þetta hér.
Tengill á nýjan bækling ECA um samkeppnisaðstöðu flugfélaganna er hér.
Kjarasamningur við flugskólana samþykktur
Kosningu um nýjan kjarasamning FÍA og Flugskólanna er nú lokið. 76 voru á kjörská og skiluðu 20 manns atkvæði sem gerir 26.3% kjörsókn. 17 samþykktu samninginn og 2 höfnuðu honum, einn sat hjá. Samningurinn er því samþykktur með 85% þeirra sem tóku afstöðu. Samningurinn hefur því tekið gildi og gildir til 31. desember 2016.