FÍA og Landhelgisgæslan skrifa undir kjarasamning
Í dag, 6. júní 2014, var undirritaður nýr kjarasamningur FÍA við Landhelgisgæslu Íslands. Samningurinn fer nú í kynningu til félagsmanna og í rafræna kosningu sem mun taka 7 daga.
FÍA styður kjarabaráttu Flugvirkjafélagsins
FÍA lýsir yfir fullum stuðningi við FVFÍ í kjarabaráttu þeirra sem nú stendur yfir.
Flugmenn Icelandair samþykkja kjarasamning
Rafrænni kosningu um nýjan kjarasamning FÍA og Icelandair Group hf. / Icelandair ehf. er nú lokið. 338 voru á kjörská og skiluðu 301 manns atkvæði sem gerir 89% kjörsókn. 219 samþykktu samninginn og 67 höfnuðu honum, 15 sátu hjá. Samningurinn er því samþykktur af 76,6% þeirra sem tóku afstöðu. Samningurinn hefur því tekið gildi og gildir til 30. september 2014.
Flugmenn flugfélagsins Atlanta samþykkja kjarasamning
Kosningu um nýjan kjarasamning FÍA og flugfélagsins Atlanta ehf. er nú lokið. 103 voru á kjörská og skiluðu 86 manns atkvæði sem gerir 83,5% kjörsókn. 65 samþykktu samninginn og 19 höfnuðu honum, 2 sátu hjá. Samningurinn er því samþykktur með 77% þeirra sem tóku afstöðu. Samningurinn hefur því tekið gildi og gildir til 31. desember 2014.
FÍA og SA fyrir hönd Icelandair Group hf. / Icelandair ehf. skrifa undir kjarasamning
Laust fyrir kl. 5:00 dag, 22. maí 2014, var undirritaður nýr kjarasamningur FÍA við SA fyrir hönd Icelandair Group hf. / Icelandair ehf. Samningurinn fer nú í kynningu til félagsmanna og í rafræna kosningu sem mun taka 7 daga.
FÍA og SA fyrir hönd flugfélagsins Atlanta skrifa undir kjarasamning
Í dag, 16. maí 2014, var undirritaður nýr kjarasamningur FÍA við SA fyrir hönd flugfélagsins Atlanta. Samningurinn fer nú í kynningu til félagsmanna og í rafræna kosningu sem mun taka 7 daga. Á meðfylgjandi mynd má sjá samninganefndirnar fá sér vöfflu eftir undirritunina.

Lög sett á flugmenn Icelandair
Eins og fram hefur komið í fréttum frá því í gær, þann 15. maí 2014, setti Alþingi Íslendinga lög á sem bönnuðu verkfallsaðgerðir flugmanna FÍA hjá Icleandair. Þar kusu 16 Sjálfstæðismenn og 16 Framsóknarmenn með lögunum gegn flugmönnunum.
FÍA hefur nú tilkynnt erlendum samtökum sem FÍA er aðili að um þessi lög og að beiðni um aðstoð frá þeim félögum sé afturkölluð.
Yfirlýsing FÍA vegna niðurfellingar fluga til Norður Ameríku 11.maí 2014
- Það er alrangt að flugmenn Icelandair Group standi í skæruaðgerðum gagnvart félaginu.
- Flugmenn eru í löglega boðuðum verkfallsaðgerðum sem meðal annars er yfirvinnubann sem felur í sér að menn vinna ekki yfirvinnu.
- Sökum seinkana undanfarinna daga hefur vakttími flugmanna riðlast sem hefur valdið keðjuverkandi áhrifum á önnur flug. Icelandair Group er undirmannað nú um þessar mundir og hefur því ekki geta mannað öll þau flug sem áætluð hafa verið.
- Icelandair Group tilkynnti um niðurfellingu 10 fluga til Norður Ameríku 11.maí. Af þessum 10 flugum voru 8 þeirra fullmönnuð og lýsir FÍA undrun sinni á þessari aðgerð Icelandair Group en hún er farþegum félagsins sem og hluthöfum til mikils skaða. Með þessari aðgerð og kynningu á henni er verið að fara með rangt mál í fjölmiðlum til þess eins að sverta orð flugmanna. Slík aðgerð er sannarlega ekki til þess að ýta undir lausn þessarar deilu.
Kæru félagar
Minnum á að skrifstofa FÍA er opin. Hvetjum félagsmenn til að líta við og spjalla saman. Heitt á könnunni.
Stöndum saman
Stjórnin
Niðurstaða kosningar vegna aðgerða
Lokið er kosningu flugmanna Icelandair um tillögu samninganefndar. Á kjörskrá voru 330 félagsmenn en atkvæði greiddu 301. Kosningaþátttaka er rúm 91%.
Tillagan var samþykkt,
Samþykkir: 295
Mótfallnir: 0
Sátu hjá: 6
69. ársfundur IFALPA
Ársfundi IFALPA lauk þann 31. mars 2014 í Panama þar sem saman komu nokkur hundruð fulltrúar frá stéttarfélögum flugmanna víðs vegar að úr heiminum. Fjallað var um helstu hagsmunamál stéttarinnar á heimsvísu og mörkuð stefna fyrir sambandið næstu misserin. Einnig voru samhliða haldnir fundir í hverjum hinna fimm heimshlutasamtaka sem mynda IFALPA, sem er ECA í Evrópu og FÍA á aðild að. Í lok fundarins var samhljóða samþykkt yfirlýsing í tilefni af hvarfi malasísku farþegaþotunnar. Þar er m.a. minnt á nauðsyn þess að reglur ICAO Annex 13 um rannsókn flugslysa séu hafðar í heiðri. Eins er minnt á að meðan staðreyndir liggja ekki fyrir kunna getgátur í fjölmiðlum að hafa slæmar afleiðingar fyrir rannsókn málsins. Hægt er að lesa yfirlýsinguna í heild sinni hér.
Ókeypis kynningartími 27. mars
FÍA hefur samið við Dale Carnegie um sérskjör á 3ja daga Dale Carnegie námskeiðum. Haldinn verður kynningartími fyrir námskeiðin þann 27. mars nk. kl. 20.00 til 21.00 í húsnæði Dale Carnegie við Ármúla 11. Þrjú námskeið eru á döfinni. Það fyrsta hefst 4. apríl, annað hefst 10. júní og það þriðja 14. júlí.
Skráning á www.dale.is/fia eða í síma 555 7080