Fréttir

27. nóv 2012

Í flug formi (Fit to fly)

Hilton Nordica 30. nóv. 08:30-12:20 - ATHUGIÐ BREYTTUR FUNDARTÍMI !

Skráning hér

Umhverfi flugliða, hvað getum VIÐ gert til að auka vellíðan í vinnunni?

Fundarstjóri: Geirþrúður Alfreðsdóttir, flugstjóri og form. heilsu- og vinnuverndarnefnd FÍA

Lesa meira
01. nóv 2012

Blekkingarleikur gerviflugfélaga

Nú fer hátt umræða um hvað er flugrekstraraðili og hvað ekki. Flugmálastjórn Íslands hefur nú loks sent frá sér yfirlýsingu að ekki sé rétt að kalla félög eins og Wow Air flugrekstraraðila enda eru þeir ekki með flugrekstrarleyfi og bera hvorki skyldur né kostnað sem því fylgir.
Skúli Mogensen kemur þá í fjölmiðla og heldur því blákalt fram að þeir séu íslenskt flugfélag og kórónar svo allt með fréttatilkynningu að Wow Air hafi tekið á móti nýrri flugvél, heldur er nú talið ólíklegt að farmiðasala, sem kaupir sína þjónstu af Lettneska flugfélaginu Avion Express, sé að taka á móti flugvélinni til að reka hana, það hlýtur að falla í hlut flugfélagsins en ekki farmiðasölunnar. Allt er þetta gert til þess eins að blekkja neytendur sem ekki átta sig endilega á því að ef eitthvað alvarlegt kemur uppá sem farmiðasalan er ekki tilbúin að bera ábyrgð á þá er eini rétturinn sem farþegar hafa gagnvart flugfélagi í Lettlandi, hvernig ætli gangi að sækja rétt sinn þangað austur?

Norsk yfirvöld hafa bannað gerviflugfélögum að nota orðið flugfélag en íslensk yfirvöld hafa ekki verið tilbúin að stíga það skref þar sem einungis orðið "Flugrekandi" kemur fram í íslenskri löggjöf, ekki orðið "flugfélag". Íslensk flugfélög sem fara eftir settum leikreglum og þurfa að uppfylla skilyrði eins og t.d. að hafa handbært fé til a.m.k. 3ja mánaða reksturs án innkomu, með þeim kostnaði sem því fylgir, standa því berskjölduð fyrir innkomu þessara gerviflugfélaga þangað til stjórnvöld jafna leikreglurnar. Leikreglur í þágu öryggis og viðurværis íslenskra starfsmanna!

Félag Íslenskra atvinnuflugmanna, FÍA, fordæmir þessi vinnubrögð og lýsir því jafnframt yfir að flugmenn fagna samkeppni á flugmarkaði, svo lengi sem slík samkeppni er á jafnréttisgrundvelli. Það er sorglegt þegar fyrirtæki reyna að bjóða betra verð með því að vera með starfsfólk sem verktaka og brjóta þannig niður réttindi starfsfólks.

Þau íslensku flugfélög sem eru með íslenskan kjarasamning við FÍA og íslenskt flugrekstrarleyfi og skila þar með sköttum og skyldum til íslensks samfélags eru:
• Air Atlanta
• Bláfugl
• Flugfélag Íslands
• Ernir
• Icelandair
• Landhelgisgæslan
• Mýflug
• Norlandair
• Þyrluþjónustan

auk flugskólanna:
• Flugskóli Akureyrar
• Flugskóli Íslands
• Geirfugl
• Keilir flugakademía

Lesa meira
19. sep 2012

Norrænar flugáhafnir deila áhyggjum um nýjar flugvakt- og hvíldartímareglur

Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) mun innan tíðar gefa út lokatillögur sínar á nýjum flugvakt- og hvíldartímareglum (FTL). Hlutverk stofnunarinnar er að byggja tillögur sínar á vísinda- og læknisfræðilegum grunni með því að taka inn í myndina nýjustu vísinda- og læknarannsóknir í þessum efnum.

Norrænar flugáhafnir hafa alvarlegar áhyggjur af því að ferlið fram að þessu, þegar til stendur að gefa út lokatillögur stofnunarinnar, hafi ekki verið í samræmi við ofangreint hlutverk. EASA hefur, í tveimur aðskildum tilfellum, sótt vísindalegar og læknisfræðilegar upplýsingar til fremstu sérfræðinga Evrópu í flugþreytu og afkastagetu likamans. Þrátt fyrir það hefur EASA ákveðið að líta fram hjá niðurstöðum þessara aðila í nokkrum mikilvægum sviðum.

Norrænar flugáhafnir telja að öryggi farþega jafnt sem áhafna sé stefnt í hættu með innleiðingu vakttímareglna sem ganga í þvert á rannsóknir á getu mannsins. Þrátt fyrir að reglugerðir utan Evrópu séu að þróast í öryggisátt, ákveður EASA að þróa reglurnar í átt meira álags og þreytu.

Vandamál tengd þreytu er vel þekkt og skráð sem veruleg hætta í flugheiminum.
Í ljósi þess á ekki að leita málamiðlunar í tenglum við svo mikilvægar reglugerðir. Að meðaltali hefur þreyta mikil áhrif í um 20% af alvarlegum flugslysum. Flugfarþegar ættu að vita af þeirri langtíma hættu sem stafar af gölluðum reglum sem eiga að verja farþega og áhafnir fyrir þreyttum flugáhöfnum.

Norrænar flugáhafnir krefjast því að Norræn yfirvöld nýti nú stöðu sína og vinni að því að framtíðar flugvakt- og hvíldartímareglur verði byggðar á vísindalegum- og læknisfræðilegum grunni.

Svensk Pilotförening Gunnar Mandahl

Unionen                                                     Niklas Hjert

Norsk Flygerforbund                                                   Christian Langvatn

Parat                                                                         Vegard Einan

Danish Airline Pilots’ Association, DALPA                         Lars Bjørking

Cabin Union Denmark, CUD                                         Henrik Parelius

Finnish Pilots’ Association                                             Hannu Korhonen

Finnish Cabin Crew Union                                             Thelma Åkers

Icelandic ALPA                                                             Hafsteinn Pálsson

Icelandic Cabin Crew Union Sigrún Jónsdóttir

Estonian ALPA Rauno Menning

Estonian Cabin Crew Union Veiko Saga

Fyrir hönd 15 300 atvinnuflugmanna og flugáhafna sem fljúga með þig yfir Svíþjóð, Noreg, Danmörku, Finnland, Ísland og Eistland.

Lesa meira
06. júl 2012

Lokaskýrsla vegna slyss AF447

BEA, franska rannsóknarnefnd flugslysa, gaf út lokaskýrslu um flug AF447 hjá Air France, Airbus 330 þotunni sem fórst á Atlantshafinu á leið sinni frá Rio de Janeiro til París þann 1. júní 2009, þar sem allir um borð, alls 228 manns, fórust.

Skýrslan vísar á ísingu á pitot túbu sem leiddi til óáreiðanlegs lesturs mæla og viðbragða áhafnar við aðstæðum, sem meginorsök slyssins.

BEA gefur út samtals 25 öryggistillögur til viðbótar 16 sem áður höfðu verið gefnar út. Þar á meðal kennsla og þjálfun áhafna, uppsetning flugvéla, kerfi til endurgjafar og eftirlits hjá flugrekanda til að auka skilvirkni.

Airbus gaf út sína eigin yfirlýsingu þar sem sagði; "Útgáfa lokaskýrslu BEA gefur nú tækifæri til að vinna enn frekar með þann lærdóm sem draga má af þessu sorglega slysi og varna því að slíkt endurtaki sig. Airbus hefur þegar hafið aðgerðir, án þess að bíða eftir útgáfu lokaskýrslunnar, til að auka öryggi pitot á vélum sínum og stuðla að tengdum aðgerðum hjá flugrekendum."

Air France segir hins vegar í yfirlýsingu sinni; "Í rannsókn sinni og niðurstöðum undirstrikar BEA samspil og röð atburða, bæði tæknilegra og mannlegra, sem leiddu til þess að vélin fórst á réttum fjórum mínútum. Það staðfestir að áhöfnin var vel þjálfuð og hæf í samræmi við reglur og að kerfi vélarinnar virkuðu eins og þau voru hönnuð til og uppfylltu skilyrði til skráningar. Skýrsla BEA lýsir áhöfn sem brást við í takt við þær upplýsingar sem mælitæki og kerfi vélarinnar gáfu þeim, hegðun vélarinnar var einnig sýnileg í flugstjórnarklefanum: það sem lesið var af mælum, það sem startaði og stöðvaði viðvaranir, loftflæðis hljóð, víbringur vélarinnar o.s.frv. Lestur úr þessum gögnum gerði þeim ekki kleift að bregðast rétt við. Í þessu erfiða vinnuumhverfi, með hæfileika eins flugstjóra og tveggja flugmanna, var áhöfnin staðráðin í að sinna störfum sínum við að fljúga vélinni fram á allra síðustu stundu. Air France vonast til að geta endurgoldið hugrekki og einbeitingu þeirra á þessari erfiðu stundu."

Skýrsluna má lesa í heild sinni á vefsíðu BEA http://www.bea.aero/en/enquetes/flight.af.447/flight.af.447.php

Lesa meira