Ráðstefna ECA samþykkir styrk til styrktarsjóðs Paul Ridgard
Ráðstefna ECA hefur nú samþykkt að greiða út samúðarsjóð sinn, rúmlega 15 þúsund Evrur, til styrktarsjóðs Paul Ridgard. Paul Ridgard var flugmaður hjá Ryanair sem féll frá með sorglegum hætti og lét eftir sig son og eiginkonu. Rayanair flugmenn eru réttindalausir menn eins og margir flugmenn hjá "verktakaflugfélögum" (eins og flugmenn einhverra lággjaldafélaga sem fljúga til Íslands) og hefur fjölskyldan því í fá hús að venda eftir fráfall Pauls.
Þetta undirstrikar þörfina á að lagfæra umhverfið í kringum þessa verktakamennsku sem hefur tröllriðið Evrópu undanfarin áratug. Fyrir utan þá staðreynd að þessi hópur er réttindalaus þá er samfélagið að verða af umtalsverðum upphæðum hvað varðar skatta og önnur gjöld.
Það er þó ánægjulegt að ECA geti orðið að liði í þessu tilfelli en staðreyndin er sú að þessi samúðarsjóður er nú tæmdur og sambærileg áföll í framtíðinni verða því ekki bætt úr þessum sjóði.
FÍA sækir ársþing IFALPA í París
Þótt formleg dagskrá árfundarins hefjist ekki fyrr en á föstudegi, er fjölsóttur fundur í dag (3.maí) sem haldin er á vegum flugmannafélaga Skyteam, Star Alliance og One world flugfélaganna, með fullþingi IFALPA. Þar er eru fengnir fulltrúar frá flugmönnum og flugfélögunum til að ræða saman í „panel“ um ýmis sameiginleg hagsmunamál eins og samskipti flugmannafélaga og stjórnenda flugfélaga, útþenslu flugfélaga úr „flóanum“ (Emirates, Qatar og Ethiad) og einnig reynt að rýna í hvert rekstrarform flugfélaganna er að þróast. Eru t.d. gömlu þjóðarflugfélögin eða „flag carriers“ að deyja út?
Auk ársfundar alþjóðasamtakanna, halda samtök hvers heimshluta sinn fund á laugardag til að ræða sín sérmál. Þannig sitja FÍA fulltrúar ráðstefnu ECA á laugardag, þar sem m.a. verður fjallað um nýja FTL reglugerð EASA, kynnt skýrsla síðasta starfsárs, rætt um málefni „Trans national“ flugfélaga eins og Ryan air o.fl. og fleira sem varðar regluverk í Evrópu og flugmenn.
Á sérstökum fundi um öryggismál sem er hluti af ráðstefnunni verður fjallað sérstaklega um FRMS (fatigue reduction management systems).
FÍA sendir að þessu sinni fjóra fulltrúa á árfundinn í París. Formann FÍA og varaformann ásamt framkvæmdastjóra FÍA og IFALPA/ECA fulltrúa félagsins.
Nýjar vinnutímareglur til umfjöllunar samgönguráðherra ESB
Samgönguráðherrar ESB ræða nýjar flug- og vakttímareglur í Brussel í dag (22.mars). Danski samgönguráðherrann sem nú fer með forsæti í samgönguráði ESB (EU Transport Counsil) hefur látið sig málið mjög varða og telur nauðsynlegt að vinnutímareglur flugmanna þurfi að byggja á vísindalegum niðurstöðum. ECA (European Cockpit Association) fagnar þessari afstöðu og hvetur ráðherra ESB til að setja öryggi farþega í forgrunn hinna nýju reglna sem nú eru til umfjöllunar. Sjá nánar fréttatilkynningu frá ECA sem birt er hér.
At today’s EU Transport Council, the Danish EU Presidency will launch a Ministerial debate on the safety risks associated with pilot fatigue and the need for adequate EU regulations to prevent accidents. Based on the Presidency’s programme – which states that “flight time regulations for pilots and cabin crew must be based on scientific evidence”, the Danish Transport Minister stated that “Fatigue among pilots is a very serious matter and over the coming years, the increasing number of passengers and flights will pose challenges in relation to the pilots’ flight time regulations.” ECA welcomes this commitment and calls upon Ministers to place the safety of Europe’s air passengers at the core of future EU rules on pilot fatigue.
This Ministerial debate comes just 3 days after the close of a stakeholder consultation on a revised proposal for future EU pilot fatigue rules, issued by the European Aviation Safety Agency (EASA) on 18 Jan. 2012.
“Ministers and politicians cannot afford to ignore the real safety threat posed by fatigued pilots” says Nico Voorbach, ECA President and a pilot himself. “It is the Ministers who will have to sign the new EU rules, and it is they who will have to take the political responsibility if things go wrong and an accident happens where fatigue played a role. We therefore strongly welcome the EU Presidency’s initiative. We urge the Ministers present today to request that EASA’s final proposal is firmly based on medical and scientific evidence, and puts passenger safety ahead of the airlines’ commercial interests.”
“EASA’s new text includes some urgently needed improvements, compared to its initial proposal of Dec. 2010, says Philip von Schöppenthau, ECA Secretary General. However, it still disregards many findings of three scientists commissioned by EASA itself. The scientists recommend e.g. to limit flying at night to 10 hours, but EASA insists on 11 hours. Equally, if EASA’s rules are not amended, a pilot could be asked to land the plane after being awake for 20-21 hrs. I am not sure this is what passengers expect from the EU and from their Transport Ministers.”
For further information, please contact:
Nico Voorbach, ECA President, Tel: +32-491-37.89.82
Philip von Schöppenthau, ECA Secretary General, Tel: +32-2-705.32.93
And visit:
www.dead-tired.eu + video“Option Not Available”
Note to editors:
ECA is the representative body of European pilot associations, representing over 38.000 pilots from across Europe. Website: www.eurocockpit.be
Ráðstefna um verkföll og samúðarverkföll
Þriðjudaginn 6. mars n.k. mun verða haldin lokuð ráðstefna í húsnæði FÍA um verkföll og samúðarverföll. Ráðstefnan er haldin á vegum Norræana flutningaverkamannasambandsins og munu fulltrúar þeirra koma til landsins n.k. mánudag. Ráðstefnan hefst kl. 10 og áætlað er að henni verði lokið kl. 16 sama dag. Öllum íslenskum meðlimum í NTF er boðið að senda fulltrúa á ráðstefnuna.
Kjarasamningur við Norlandair felldur
Kosningu um nýjan kjarasamning við Norlandair lauk með þeirri niðurstöðu að samningurinn var felldur. FÍA mun nú fara yfir málið með flugmönnum Norlandair og leita leiða til að leysa óánægjuatriði með samninganefnd Norlandair.
Nýr kjarasamningur við flugfélagið Ernir
Þann 1. mars s.l. var undirritaður nýr kjarasamningur við flugfélagið Ernir. Samningurinn verður settur í atkvæðagreiðslu sem lýkur laugardaginn 10. mars n.k.
Kjarasamningurinn er í meginatriðum með svipuðu sniði og aðrir samningar FÍA fyrir sama tímabil en hann gildir til 31. mars 2014.
Nýr kjarasamningur undirritaður við Norlandair
Þann 1. febrúar s.l. var undirritaður nýr kjarasamningur við flugfélagið Norlandair. Samningurinn var settur í atkvæðagreiðslu sem lýkur laugardaginn 11. febrúar n.k.
Kjarasamningurinn er í meginatriðum með svipuðu sniði og aðrir samningar FÍA fyrir sama tímabil en hann gildir til 31. janúar 2014.
Skrifað undir nýjan kjarasamning fyrir hönd flugmanna Landhelgisgæslunnar
Skrifað hefur verið undir nýjan kjarasamning fyrir hönd flugmanna Landhelgisgæslunnar. Samningurinn hefur verið kynntur fyrir hópnum og rafræn kosning mun hefjast og standa í sjö daga, reiknað er með að niðurstaða liggi fyrir að morgni miðvikudagsins 26. október. Samningurinn er á sömu nótum og fyrri samningar FÍA síðustu mánuði og gildir til ársbyrjunar 2014.
Nýr kjarasamningur við flugfélagið Atlanta samþykktur
Þann 18. ágúst s.l. lauk kosningu um nýjan kjarasamning FÍA við flugfélagið Atlanta. Samningurinn var samþykktur með 85% atkvæða. Nýji samningurinn gildir til 31. janúar 2014.
Nýr kjarasamningur Flugfélags Íslands samþykktur
Þann 16. ágúst s.l. lauk kosningu um nýjan kjarasamning FÍA við Flugfélag Íslands. Samningurinn var samþykktur með 63% atkvæða. Þetta var önnur umferð þar sem fyrri samningur var felldur. Nýji samningurinn gildir til 31. janúar 2014.
Kosningu um nýjan kjarasamning FÍA við Icelandair lokið
Miðvikudaginn 27. júlí lauk kosningu um nýjan kjarasamning FÍA við Icelandair Group hf. / Icelandair ehf. og var samningurinn samþykktur með 183 atkvæðum á móti 41. Átta sátu hjá. Á kjörskrá voru 281 og er kjörsókn því 82%.
Samningurinn gildir til þriggja ára með svipuðum endurskoðunarákvæðum og í samningum ASÍ.
Kjarasamningur við Flugfélag Íslands felldur
Kosningu um nýjan kjarasamning FÍA við Icelandair Group hf. / Icelandair ehf. lauk þriðjudaginn 19. júlí kl 00:00.
48 félagsmenn greiddu atkvæði og voru 17 sem samþykktu samninginn en 28 sem höfnuðu honum, þrír sátu hjá. Kjarasamningurinn telst því felldur.