FÍA tekur þátt í IFALPA ráðstefnu í Tælandi
Ársfundur IFALPA, International Federation of Airline Pilots Associations (Alþjóðasamtaka flugmannafélaga) hefst fimmtudaginn 7. apríl og stendur í 5 daga. Að þessu sinni er ráðstefnan haldin í Chiang Mai, sem er stærsta borgin í norðurhluta Tælands. Ráðstefnan er degi styttri en síðustu ár og dagskráin þétt. Á fyrsta degi koma saman fulltrúar frá öllum stærstu flugmannafélögum heimsins, þ.e. flugmenn sem starfa fyrir sambönd flugfélaga eins og Star Alliance, Oneworld og Skyteam. Þar ræða þeir ásamt öðrum ráðstefnugestum um þróun og horfur í pallborði ásamt sérfróðum gestum sem miðla af sinni þekkingu og reynslu. Meðal umræðuefna eru svokölluð “trans national airlines”, en slík starfsemi þekkist vel á Íslandi og víðar um heim.
Auk ársfundar alþjóðasamtakanna, haldur hver heimshluti sinn fund og ræðir þar sín sérmál. Þannig sitja FÍA fulltrúar ráðstefnu ECA á laugardag, þar sem m.a. verður fjallað um nýja reglugerð EASA um flug-, vakt-, og hvíldartíma sem nú er í bígerð, flugslysarannsóknir, öryggismál og framtíðarhlutverk ECA.
FÍA sendir tvo fulltrúa á ráðstefnuna í Tælandi að þessu sinni, formann FÍA ásamt IFALPA/ECA fulltrúa. Stéttarfélagið tekur þannig áfram virkan þátt í alþjóðlegu samstarfi, enda er slíkt nauðsynlegt í fagi sem þekkir engin landamæri.
Stjórnarkjör í ECA - nýr forseti kjörinn
Haldinn var framhaldsfundur í ECA (European Cockpit Association) þann 24. febrúar s.l. Ástæðan og eina efni fundarins var að kjósa nýja menn í stjórn samtakanna og hæst bar kosning nýs forseta í stað Martins Chalk sem gengt hefur þeirri stöðu síðustu sex ár. Nýr forseti ECA heitir Nico Voorbach og er frá hollenska flugmannafélaginu. Þá var Jon Horne frá breska flugmannafélaginu (BALPA) einnig kjörinn nýr í stjórnina. Sjá nánar í meðfylgjandi frétt frá ECA
Ný stjórn kosin í FÍA
Aðalfundur FÍA var haldinn þriðjudagskvöldið 15. febrúar s.l. á Grand Hótel Reykjavík.
Á fundinum fór meðal annars fram kosning á nýrri stjórn FÍA og voru eftirtaldir kjörnir:
Hafsteinn Pálsson flugstjóri Icelandair, formaður
Jón Þór Þorvaldsson flugmaður Icelandair, varaformaður
Guðjón H. Gunnarsson flugstjóri Flugfélagi Íslands, meðstjórn
Hafsteinn Orri Ingvason flugmaður Atlanta, meðstjórn
Högni Björn Ómarsson flugstjóri Icelandair, meðstjórn
Ólafur Örn Jónsson flugmaður Atlanta, meðstjórn
Þorvaldur Friðrik Hallsson flugmaður Icelandair, meðstjórn
Jakob Ólafsson flugstjóri Landhelgisgæslunni, varamaður
Ölver Jónsson flugmaður Ernir, varamaður
Þeir sem ekki náðu kjöri voru, Örnólfur Jónsson í framoði til formanns, Guðlaugur Birnir Ásgeirsson í framboði til vara formanns, þeir Ingvar Jónsson og Þorsteinn Kristmannsson í framboði til meðstjórnar og Ragnar Már Ragnarsson í framboði til varamanns.
Nýr kjarasamningur við flugfélagið Norlandair
31. janúar 2011 var skrifað undir nýjan kjarasamning flugmanna flugfélagsins Norlandair. Samningurinn er á svipuðum nótum og hjá öðrum félögum en gildir til 31. mars 2011. Samningar við Norlandair hafa verið lausir frá lokum ársins 2009. Nýji samningurinn fer nú í atkvæðagreiðslu félagsmanna og fæst niðurstaða úr þeirri atkvæðagreiðslu á næstu dögum.
Flugmenn Air Greenland samþykktu nýjan samning
Kosið var um nýjan kjarasamning flugmanna Air Greenland föstudaginn 21. janúar s.l. 93% flugmanna skiluðu atkvæði og var samningurinn samþykktur með 78% atkvæða. Deilan er því leyst og flug hjá félaginu komið í eðlilegt horf að nýju.