None
23. feb 2015

Aðalfundur FÍA ályktar um Reykjavíkurflugvöll

Aðalfundur FÍA, haldinn 19. febrúar 2015, sendir frá sér eftirfarandi ályktun:

Félag íslenskra atvinnuflugmanna harmar vinnubrögð Reykjavíkurborgar, Isavia og annara hlutaðeigandi aðila varðandi framtíð Reykjavíkurflugvallar. Það er krafa FÍA að óháður, viðurkenndur, erlendur aðili verði fenginn til að vinna nýtt mat á notkunarstuðli Reykjavíkurflugvallar og að öllum framkvæmdum á Valssvæðinu verði frestað þar til Rögnunefndin hefur lokið störfum, og varanleg lausn fundin.