None
03. jún 2024

Aðalfundur EFÍA

Síðastliðinn föstudag, 31. maí, var haldinn ársfundur Eftirlaunasjóðs FÍA að Hlíðasmára 8. Á dagskrá voru hefðbundin störf.

Í kjölfar fundarins var rafræn kosning til stjórnar og einnig vegna samþykktabreytinga og lýkur henni 7. júní kl. 13:00. Í kosningu til stjórnar er kosið um tvo varamenn til stjórnarsetu í tvö ár. Í framboði eru:

Arna Óskarsdóttir - Upplýsingar um frambjóðanda
Gauti Sigurðsson - Upplýsingar um frambjóðanda
Úlfar Henningsson - Upplýsingar um frambjóðanda

Samkvæmt samþykktum sjóðsins skal kjósa í öll sæti sem í boði eru og þurfa gildir kjörseðlar því að innihalda kosningu í tvö sæti varamanna.*

Þar sem eitt framboð barst í eitt sæti aðalmanns er sjálfkjörið í það sæti. Salvör Egilsdóttir mun sitja sem aðalamaður í tvö ár.

Einnig er kosið um samþykktabreytingar. Hér að neðan má sjá allar tillögur stjórnar til breytinga á samþykktum EFÍA:

Tillögur stjórnar til samþykktabreytinga 2024

Kjörklefinn https://www.arionbanki.is/efia/um-efia/stjornarkjor-2024/kosningar-efia-2024/

Stjórn EFÍA