Tengdar fréttir
Kotra - fréttabréf FÍA
Kotra fréttabréf FÍA er komið út.
Hægt er að nálgast blaðið hér
Allar hugleiðingar og ábendingar eru vel þegnar. Einnig góðar ljósmyndir úr starfi, af hinum ýmsum toga. Netfangið er frettabref@fia.is
Nýverið hélt eftirlaunasjóður FÍA (EFÍA) aukaársfund þar sem kynntar voru tillögur til breytinga á fyrirkomulagi í tengslum við skipan í stjórn. Meðal annars var lögð fram sú breyting að fulltrúar FÍA í stjórn EFÍA verði kosnir af sjóðfélögum í beinni kosningu. Allar breytingatillögur sneru að stjórnarkjöri, tilhögun þess, skipun kjörnefndar og tilhögun ársfundar.
Rafrænni kosningu um breytingarnar lauk 21. febrúar og féll mikill meirihluti atkvæða með breytingunni, eða 94,49%. Meirihluti atkvæða féll með breytingunni eða 94,49%. Nýjar samþykktir taka gildi að undangenginni staðfestingu Fjármála og efnahagsráðuneytisins.