Ársfundur Eftirlaunasjóðs FÍA verður haldinn miðvikudaginn 10. maí kl. 11.00 í Hlíðasmára 8 í Kópavogi.
Dagskrá fundarins fer eftir samþykktum sjóðsins og 30. gr. laga nr. 129/1997 um starfsemi lífeyrissjóða.
Allir sjóðfélagar eiga rétt á fundarsetu með umræðu- og tillögurétti.
Dagskrá:
- Skýrsla stjórnar
- Ársreikningur kynntur
- Tryggingafræðileg úttekt
- Fjárfestingarstefna
- Skipun stjórnar og laun stjórnarmanna
- Val endurskoðenda
- Tillögur stjórnar til breytinga á samþykktum sjóðsins
- Önnur mál
Tillögur til ályktunar um önnur mál, sem taka á fyrir á ársfundi, þurfa að berast stjórn sjóðsins eigi síðar en viku fyrir ársfund.