None
29. jan 2019

Engin flugslys árið 2018

Flugsvið Rannsóknarnefndar samgönguslysa hefur gefið út yfirlit ársins fyrir árið 2018 en þar er að finna þær góðu fréttir að ekkert mál var skráð sem flugslys á árinu. Þetta verður að teljast sérstakt þar sem það hefur ekki gert síðan 1969, eða í tæpa hálfa öld.

Flugsvið RNSA skoðaði 37 mál af þeim 2.984 atvikum sem tilkynnt voru og skráði 19 þeirra sem alvarleg flugatvik og tók þau til formlegrar rannsóknar. Átján mál reyndust minniháttar mál og voru endurskilgreind sem slík og ekki rannsökuð frekar.