Tengdar fréttir
Kotra - fréttabréf FÍA
Kotra fréttabréf FÍA er komið út.
Hægt er að nálgast blaðið hér
Allar hugleiðingar og ábendingar eru vel þegnar. Einnig góðar ljósmyndir úr starfi, af hinum ýmsum toga. Netfangið er frettabref@fia.is
Tilboð í áætlunarflug innanlands með sérleyfi fyrir vegagerðina, voru opnuð hjá ríkiskaupum nýverið, eftir að nýtt útboð var auglýst fyrr á þessu ári. Um er að ræða annars vegar flugleiðir milli höfuðborgarinnar og Gjögurs, Bíldudals og Hafnar í Hornafirði, og hins vegar milli Akureyrar og Vopnafjarðar, Þórshafnar og Grímseyjar. Lægstbjóðendur í þetta flug voru flugfélögin Norlandair með flugið út frá Akureyri og Ernir með flugið til og frá Reykjavík. Það er því allt útlit fyrir að þessi félög sinni fluginu áfram eins og verið hefur. Bæði þessi félög eru með kjarasamning við FÍA fyrir sína flugmenn. Gert er ráð fyrir að nýr samningur um áætlunarflugið á grundvelli hins nýja útboðs taki gildi 1. apríl á næsta ári og verði til þriggja ára, með möguleika á framlengingu um tvö ár til viðbótar. Kostnaðaráætlun ríkisins vegna áætlunarflugs á alla staðina var uppá 900 milljónir króna miðað við 3 ára samning. Tilboð flugfélaganna tveggja voru aðeins yfir kostnaðaráætlun og námu samtals um ríflega einum milljarði króna miðað við 3 ár.