Tengdar fréttir
Kotra - fréttabréf FÍA
Kotra fréttabréf FÍA er komið út.
Hægt er að nálgast blaðið hér
Allar hugleiðingar og ábendingar eru vel þegnar. Einnig góðar ljósmyndir úr starfi, af hinum ýmsum toga. Netfangið er frettabref@fia.is
Í desember tók Flugfélagið Ernir í notkun flugvél af gerðinni Dornier 328. Vélin rúmar 32 farþega auk þriggja manna áhafnar og mun sinna áætlunarflugi á leiðum félagsins auk tilfallandi verkefna innanlands og utan.
„Við bindum vonir til þess að aukinn sætafjöldi skili hagkvæmni á ákveðnum leiðum og möguleika félagsins til að bjóða hagstæðari fargjöld en hægt hefur verið. Allt fer það þó eftir kaupum, kjörum og aðstæðum á okkar örmarkaði, “ segir Hörður Guðmundsson, forstjóri Ernis en til þessa hefur félagið haft að skipa fjórum 19 farþega flugvélum af Jetstream 31/32 gerð.
Flugfélagið Ernir er elsta starfandi flugfélag hér á landi, og er enn stjórnað af stofnendum þess frá árinu 1970. Ernir heldur úti áætlunarflugi til fimm áfangastaða á landsbyggðinni auk Reykjavíkur. Það eru Vestmannaeyjar, Höfn Hornafirði, Húsavík, Gjögur og Bíldudalur.