Þótt formleg dagskrá árfundarins hefjist ekki fyrr en á föstudegi, er fjölsóttur fundur í dag (3.maí) sem haldin er á vegum flugmannafélaga Skyteam, Star Alliance og One world flugfélaganna, með fullþingi IFALPA. Þar er eru fengnir fulltrúar frá flugmönnum og flugfélögunum til að ræða saman í „panel“ um ýmis sameiginleg hagsmunamál eins og samskipti flugmannafélaga og stjórnenda flugfélaga, útþenslu flugfélaga úr „flóanum“ (Emirates, Qatar og Ethiad) og einnig reynt að rýna í hvert rekstrarform flugfélaganna er að þróast. Eru t.d. gömlu þjóðarflugfélögin eða „flag carriers“ að deyja út?
Auk ársfundar alþjóðasamtakanna, halda samtök hvers heimshluta sinn fund á laugardag til að ræða sín sérmál. Þannig sitja FÍA fulltrúar ráðstefnu ECA á laugardag, þar sem m.a. verður fjallað um nýja FTL reglugerð EASA, kynnt skýrsla síðasta starfsárs, rætt um málefni „Trans national“ flugfélaga eins og Ryan air o.fl. og fleira sem varðar regluverk í Evrópu og flugmenn.
Á sérstökum fundi um öryggismál sem er hluti af ráðstefnunni verður fjallað sérstaklega um FRMS (fatigue reduction management systems).
FÍA sendir að þessu sinni fjóra fulltrúa á árfundinn í París. Formann FÍA og varaformann ásamt framkvæmdastjóra FÍA og IFALPA/ECA fulltrúa félagsins.