Tengdar fréttir
Kotra - fréttabréf FÍA
Kotra fréttabréf FÍA er komið út.
Hægt er að nálgast blaðið hér
Allar hugleiðingar og ábendingar eru vel þegnar. Einnig góðar ljósmyndir úr starfi, af hinum ýmsum toga. Netfangið er frettabref@fia.is
Nú í kjölfar ráðninga hjá Icelandair þar sem nokkur fjöldi af flugmönnum frá minni flugrekendum var ráðinn til Icelandair fara minni félögin af stað í flugmannaráðningar. Flugfélag Íslands hefur nú riðið á vaðið og auglýsir eftir flugmönnum. Umsækjendur þurfa að hafa gilt atvinnuflugmannsskírteini með blindflugsáritun, hafa stundað bóklegt nám til réttinda atvinnuflugmanns (ATPL) og lokið námskeiði í áhafnasamstarfi (MCC). Umsóknarfrestur er til 15. janúar n.k.
Þá má búast við að fleiri auglýsi á næstu dögum en ljúka þarf þjálfun nýrra flugmanna yfirleitt fyrir sumarvertíðina.