None
10. jan 2014

Flugfélag íslands auglýsir eftir flugmönnum

Nú í kjölfar ráðninga hjá Icelandair þar sem nokkur fjöldi af flugmönnum frá minni flugrekendum var ráðinn til Icelandair fara minni félögin af stað í flugmannaráðningar. Flugfélag Íslands hefur nú riðið á vaðið og auglýsir eftir flugmönnum. Umsækjendur þurfa að hafa gilt atvinnuflugmannsskírteini með blindflugsáritun, hafa stundað bóklegt nám til réttinda atvinnuflugmanns (ATPL) og lokið námskeiði í áhafnasamstarfi (MCC). Umsóknarfrestur er til 15. janúar n.k.

Þá má búast við að fleiri auglýsi á næstu dögum en ljúka þarf þjálfun nýrra flugmanna yfirleitt fyrir sumarvertíðina.