None
25. sep 2018

Frá stjórn FÍA

Rekstur flugfélaga er krefjandi nú sem fyrr og því er eðlilegt að hjá Icelandair sé leitað allra leiða til að hagræða og lækka kostnað. Slík leit er vandasamt verkefni, en mikilvægt er að viðræður við stéttarfélög starfsmanna fari vel fram og að báðir aðilar komi auga á atriði þar sem hagsmunir starfsmanna fara saman við hagsmuni flugfélagsins. Stefna FÍA við gerð síðustu kjarasamninga við Icelandair var sú að mæta til viðræðna með opnum huga og leita lausna þar sem þeirra hafði ekki verið leitað áður. Sá árangur sem þar náðist hefði þó aldrei náðst ef aðilum hefði verið stillt upp við vegg.

Kjarasamningur FFÍ við Icelandair rennur út nú á haustmánuðum. Hugmyndir um fækkun starfsmanna í hlutastörfum eiga heima í þeim kjaraviðræðum sem framundan eru. Náist ekki árangur í kjaraviðræðunum um lausn sem báðir aðilar eru sáttir við er rétt að bera túlkun núverandi ákvæða um hlutastörf undir Félagsdóm.

Skylmingar í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum munu ekki leysa málið. FÍA skorar á Icelandair og FFÍ að leiða þetta mál til lykta í komandi kjaraviðræðum. Í aðdraganda þeirra viðræðna er skynsamlegt fyrir Icelandair að setja flugliðum sínum ekki afarkosti