None
12. feb 2015

Gríðarleg aukning í gervi verktöku meðal flugáhafna

-getur haft áhrif á flugöryggi, segir í nýrri rannsókn.

Fjórir af hverjum 10 flugmönnum undir þrítugu í Evrópu vinna sem gervi verktakar í gegnum starfsmannaleigu, án þess að ráðningarsamnband sé beint við flugfélagið þar sem flugmennirnir starfa. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn sem háskólinn í Ghent í Belgíu hefur gert og Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stendur að. Niðurstöður þessarar rannsóknar eru kynntar á tveggja daga ráðstefnu í París sem hefst í dag. Rannsakendur segja í skýrslunni að gervi verktaka snúist ekki eingöngu um að komast hjá því að greiða skatta og opinber gjöld, heldur vakni áleitnar spurningar um áhrif þessa fyrirkomulags á flugöryggi.

Sjö af hverjum tíu gervi verktakaflugmönnum starfa fyrir lággjaldaflugfélög og það veldur ójafnri samkeppni milli flugfélaganna.

Hægt er að skoða fréttatilkynningu um málið í heild sinni hér.