Tengdar fréttir
Kotra - fréttabréf FÍA
Kotra fréttabréf FÍA er komið út.
Hægt er að nálgast blaðið hér
Allar hugleiðingar og ábendingar eru vel þegnar. Einnig góðar ljósmyndir úr starfi, af hinum ýmsum toga. Netfangið er frettabref@fia.is
-getur haft áhrif á flugöryggi, segir í nýrri rannsókn.
Fjórir af hverjum 10 flugmönnum undir þrítugu í Evrópu vinna sem gervi verktakar í gegnum starfsmannaleigu, án þess að ráðningarsamnband sé beint við flugfélagið þar sem flugmennirnir starfa. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýrri rannsókn sem háskólinn í Ghent í Belgíu hefur gert og Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins stendur að. Niðurstöður þessarar rannsóknar eru kynntar á tveggja daga ráðstefnu í París sem hefst í dag. Rannsakendur segja í skýrslunni að gervi verktaka snúist ekki eingöngu um að komast hjá því að greiða skatta og opinber gjöld, heldur vakni áleitnar spurningar um áhrif þessa fyrirkomulags á flugöryggi.
Sjö af hverjum tíu gervi verktakaflugmönnum starfa fyrir lággjaldaflugfélög og það veldur ójafnri samkeppni milli flugfélaganna.
Hægt er að skoða fréttatilkynningu um málið í heild sinni hér.