None
09. mar 2020

Hættu að væla, komdu að kæla!

NÚ UPPSELT - Skráðu þig á biðlista hér.

Starfsmenntasjóður FÍA kynnir, í samstarfi við Andra Iceland, Wim Hof námskeið sem er sérsniðið fyrir félagsmenn FÍA. Námskeiðið fer fram 4., 5., 7., og 30. maí er einungis í boði fyrir félagsmenn (skráningalistinn verður yfirfarinn) og aðeins 20 komast að. Þau sem hafa áhuga geta smellt á þennan hlekk til að skrá sig endurgjaldslaust.

Uppgötvaðu eigin hæfileika til að geta verið í lagi, sama hvað gengur á. Við búum við stanslaust áreiti. Allt frá vægu áreiti til langvinnar streitu. Þessi streita getur valdið bóglum í líkamanum og komið huga okkar og heilsu úr jafnvægi. Hvað ef, til væri einföld leið til að enduruppgötva eigin hæfileika til að ná aftur stjórn á ósjálfráðum viðbrögðum við streitu og áreiti alveg sama hvað gengur á?

Á þessu námskeiði lærir þú:

Skilning á sambandi líkama og hugar

Að nota öndun sem heilsubót

Kulda nálgun. Að læra að sleppa tökum á erfiðleikum

Kæling. Sem heilsutól

Meðvituð hreyfing. Skilning á eigin líkama

Vísindin á bak við aðferðina

Group 1-vMay  (1).png