Tengdar fréttir
Kotra - fréttabréf FÍA
Kotra fréttabréf FÍA er komið út.
Hægt er að nálgast blaðið hér
Allar hugleiðingar og ábendingar eru vel þegnar. Einnig góðar ljósmyndir úr starfi, af hinum ýmsum toga. Netfangið er frettabref@fia.is
Yfirlýsing frá ársfundi IFALPA:
Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna hefur veitt írska flugrekandanum Norwegian (NAI)bráðabirgða heimild til flugs til Bandaríkjanna. Um tvö ár eru síðan félagið sótti fyrst um þessa heimild og allan þann tíma hafa staðið yfir harðar deilur um hvort leyfið til írska NAI rúmaðist innan „Open skies” samnings Bandaríkjanna og Evrópu, ekki hvað síst vegna tilburða félagsins til að sniðganga venjuleg starfskjör launafólks.
Ársfundur IFALPA haldinn í New Orleans 15. til 18. apríl samþykkti einróma yfirlýsingu þar sem þessi ákvörðun bandarískra yfirvalda er hörmuð og skorað er á bæði þau og stjórnvöld í Evrópusambandinu að endurskoða leyfisveitinguna. Annað hvort beri að afturkalla leyfið eða að skilyrða það við að Norwegian tryggi eðlileg réttindi starfsfólks eins og önnur flugfélög gera beggja vegna Atlantshafsins.