Tengdar fréttir
Kotra - fréttabréf FÍA
Kotra fréttabréf FÍA er komið út.
Hægt er að nálgast blaðið hér
Allar hugleiðingar og ábendingar eru vel þegnar. Einnig góðar ljósmyndir úr starfi, af hinum ýmsum toga. Netfangið er frettabref@fia.is
Starfsmenntasjóður býður að vanda upp á spennandi hádegisfyrirlestra um ólík málefni en fimmtudaginn 5. mars er komið að málefnum hjartans:
Fimmtudaginn 5. mars kl. 12-14 í Hlíðasmára 8
Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir og prófessor, heldur fyrirlestur um forvarnir gegn hjarta- og æðasjúkdómum og mun einnig sýna í hverju meðferð við þeim felst. Sýndar verða myndir úr skurðaðgerðum og þau tæki sem eru í ,,cockpit" hjartaskurðlæknis á LSH. Loks mun hann sýna myndir af hjarta landsins sem hann hefur flogið yfir margsinnis með vini sínum RAX sem einnig er flugmaður.