None
19. apr 2015

Kjarasamningur FÍA við Atlanta felldur í annað sinn

Föstudaginn 17. apríl s.l. kl. 23 lauk rafrænni kosningu um nýjan kjarasamning FÍA við Flugfélagið Atlanta.

Niðurstaða kosningarinnar er þessi:
Á kjörskrá voru 107 flugmenn, atkvæði nýttu 88 sem gerir 82,2% kjörsókn.

Svörin skiptast svo:

Nei ég samþykki ekki meðfylgjandi kjarasamning     45
Já ég samþykki meðfylgjandi kjarasamning     42
Ég sit hjá    1

Samningurinn er því felldur með 51,7% þeirra sem tóku afstöðu.