Tengdar fréttir
Kotra - fréttabréf FÍA
Kotra fréttabréf FÍA er komið út.
Hægt er að nálgast blaðið hér
Allar hugleiðingar og ábendingar eru vel þegnar. Einnig góðar ljósmyndir úr starfi, af hinum ýmsum toga. Netfangið er frettabref@fia.is
Á ársfundi EFÍA sem haldinn var þann 11. maí sl. lagði stjórn sjóðsins fram tillögur um breytingar á samþykktum sjóðsins. Um er að ræða tillögur um aukningu áunninna réttinda allra sjóðfélaga um 3% miðað við réttindi í árslok 2015.
Samkvæmt samþykktum sjóðsins skal fara fram allsherjaratkvæðagreiðsla sjóðfélaga um samþykktarbreytingar. Bréf með vefslóð inn á kosningavef og kosningarkóða, ásamt tillögum stjórnar um breytingar á samþykktum sjóðsins, hefur verið sent til sjóðfélaga.
Atkvæðagreiðsla hefst kl. 10:00 þann 23. maí og lýkur kl. 10:00 þann 6. júní.
Ef einhverjar spurningar vakna eða ef tölvupóstur eða bréf með kosningakóða og hlekk á vefslóð kosninganna berst ekki sjóðfélaga, er sá hinn sami hvattur til að hafa samband við Svein G. Þórhallsson hjá Lífeyrisþjónustu Arion banka í síma 444 7721, eða hafa samband í þjónustusíma sjóðfélaga 444 8960 eða senda póst á efia@arionbanki.is. Stjórn sjóðsins veitir einnig fúslega upplýsingar.