Tengdar fréttir
Kotra - fréttabréf FÍA
Kotra fréttabréf FÍA er komið út.
Hægt er að nálgast blaðið hér
Allar hugleiðingar og ábendingar eru vel þegnar. Einnig góðar ljósmyndir úr starfi, af hinum ýmsum toga. Netfangið er frettabref@fia.is
Fréttatilkynning FÍA
Flugáhafnir vítt og breitt í Evrópu mótmæla í dag boðuðum reglum Evrópusambandsins um flug-, vakt,- og hvíldartíma flugmanna og flugliða. Fulltrúar frá evrópskum flugmannafélögum koma saman við höfuðstöðvar Evrópuþingsins í Brussel í dag og afhenda þar áskorun sem um 100.000 manns hafa skrifað undir, þar sem þess er krafist að vinnutímareglur verði settar með öryggi flugfarþega í öndvegi og á grundvelli læknisfræðilegra rannsókna.
Samkvæmt fyrirliggjandi tillögu er gert ráð fyrir að flugáhafnir geti verið allt að 20-22 klukkustundir á vakt í einu og vinni í meira en 12 klukkustundir að næturlagi.
Hér er einnig fréttatilkynning frá ECA, Eurpean Cockpit Assosiation.
Af þessu tilefni munu nokkrir flugmenn í FÍA, Félagi íslenzkra atvinnuflugmanna koma saman á Keflavíkurflugvelli að morgni 22.janúar og vekja athygli flugfarþega á þessu máli.
Nánari upplýsingar veita.
Hafsteinn Pálsson gsm: 892 7585
Kjartan Jónsson gsm: 824 8070