Tengdar fréttir
Kotra - fréttabréf FÍA
Kotra fréttabréf FÍA er komið út.
Hægt er að nálgast blaðið hér
Allar hugleiðingar og ábendingar eru vel þegnar. Einnig góðar ljósmyndir úr starfi, af hinum ýmsum toga. Netfangið er frettabref@fia.is
Í samstarfi við Iðuna fræðslusetur býður Starfsmenntasjóður FÍA upp á tvö hjólaviðgerðarnámskeið fyrir hjólreiðafólk í hópnum.
Það fyrra er 8.maí og er hugsað fyrir byrjendur og/eða fólk sem ekki hefur mikið verið í viðgerðarhlutanum. Hið síðara er 23.maí sem hugsað er fyrir lengra komna og er eins konar framhaldsnámskeið af því fyrra. Á báðum námskeiðum er mælt með að koma með hjólin með sér.
Áhugasamir skrái sig á eftirfarandi hlekki; en hámark á hvort námskeiðið er 20manns.
Viðhald reiðhjóla I
Tími: 8. maí kl. 17-22
Staðsetning: Vatnagarðar 20
Kennari: Helgi Berg Friðþjófsson
Námslýsing: Farið verður í gegnum viðhald og umgengni á öllum hjólum. Skoðaðar verða stillingar á gírum, bremsum og hvernig á að yfirfara hjól til að tryggja að það sé ekki hættulegt að nota það.
Kynntir verða slitfletir og virkni gíra og mismunandi gírakerfa útskýrð. Skoðuð verða mismunandi bremsukerfi og virkni þeirra útskýrð.
Skráning: https://idan.is/fraedsla/nanar-um-namskeid/allotment/2019/05/08/Vidhald-reidhjola-I
Viðhald reiðhjóla II
Tími: 23. maí kl. 17-22
Staðsetning: Vatnagarðar 20
Kennari: Helgi Berg Friðþjófsson
Námslýsing: Skoðuð verða fjallajól og farið betur í samsetningu og fleira. Kynntar verða dempara uppsetningar. Tubeless dekkjaviðgerðir og uppsetning fyrir þær.
Kynnt verður hvaða dekk henta best og hverjir erum mismunandi kostir þeirra. Farið verður í viðhald á gjörðum og legum, Hvaða dekk í boði og mismunandi kostir þeirra.
Viðhald á gjörðum og legum. Námskeiðið er framhaldsnámskeið og farið er dýpra í alla þætti.
Skráning: https://idan.is/fraedsla/nanar-um-namskeid/allotment/2019/05/23/Vidhald-reidhjola-II