Tengdar fréttir
Kotra - fréttabréf FÍA
Kotra fréttabréf FÍA er komið út.
Hægt er að nálgast blaðið hér
Allar hugleiðingar og ábendingar eru vel þegnar. Einnig góðar ljósmyndir úr starfi, af hinum ýmsum toga. Netfangið er frettabref@fia.is
Nú hefur verið ráðist í endurbætur á FIA - mobile smáforritinu sem stór hluti félagsmanna hefur hlaðið niður í snjalltæki sín og nýtist stéttarfélaginu bæði til samskipta og úrvinnslu tilkynninga sem frá flugmönnum berast. Það er von stjórnar FÍA að með nýrri útgáfu aukist útbreiðsla FIA - mobile enn frekar og upplýsingagjöf verði gagnkvæm og skilvirk. Forritið hefur ennfremur verið þýtt og aðlagað að þörfum stéttarfélaga erlendis og hlaut ein slík útgáfa verðlaun í nýlegri samkeppni sem BALPA, félag atvinnuflugmanna í Bretlandi, tók þátt í.
Appið er nokkuð breytt og ber þar helst að nefna bæði nýja og eldri möguleika:
Einhverjir hafa lent í vandræðum með röðun í símaskrá, bæði stafrófsröðun og starfsaldursröð. Þegar þetta kemur upp er nauðsynlegt að smella á litla i efst í vinstra horni aðalvalmyndar og velja þar að aftengjast. Þá innskrá aftur og vandamálið ætti að vera leyst.