None
12. ágú 2016

Ný útgáfa FÍA appsins komin í loftið

Nú hefur verið ráðist í endurbætur á FIA - mobile smáforritinu sem stór hluti félagsmanna hefur hlaðið niður í snjalltæki sín og nýtist stéttarfélaginu bæði til samskipta og úrvinnslu tilkynninga sem frá flugmönnum berast. Það er von stjórnar FÍA að með nýrri útgáfu  aukist útbreiðsla FIA - mobile enn frekar og upplýsingagjöf verði gagnkvæm og skilvirk. Forritið hefur ennfremur verið þýtt og aðlagað að þörfum stéttarfélaga erlendis og hlaut ein slík útgáfa verðlaun í nýlegri samkeppni sem BALPA, félag atvinnuflugmanna í Bretlandi, tók þátt í. 

Appið er nokkuð breytt og ber þar helst að nefna bæði nýja og eldri möguleika:

  • Útlit og viðmót appsins er töluvert breytt. Ný tímalina við opnun appsins. Allt það nýjasta sem hefur verið sett í fréttir, fundargerðir, fréttabréf eða viðbrögð við skýrslum birtist á tímalínu á forsíðu.
  • Hægt er að setja inn skýrslu með símann ÓTENGDAN. Búðu til skýrsluna og hún fer sjálfkrafa þegar síminn er tengdur við netið næst.
  • Nú er hægt að svara viðbrögðum sem berast við innsendum skýrslum. Mynda þannig samtal við fulltrúa samstarfsnefndar sem afgreiðir þitt mál.
  • Skýrsluhlutinn er nú fullkomnari og getur stéttarfélagið klæðskerasniðið reiti eftir þörfum.
  • Félagsmenn geta nú skoðað lista yfir innsendar skýrslur sínar, og haldið þannig utan um sín mál.
  • Stjórn, starfsfólk og nefndir eru nú á sama stað, undir tengiliðir.
  • Fréttabréf eru með nýtt viðmót og fundargerðum er nú hægt að raða í tímaröð.
  • Félagsmenn geta nú skoðað sinn heildar prófíl og breytt þar upplýsingum sem aðrir sjá.
  • Nýjir stillingarmöguleikar appsins. Hvað á að birtast við ræsingu og fleira.

Einhverjir hafa lent í vandræðum með röðun í símaskrá, bæði stafrófsröðun og starfsaldursröð. Þegar þetta kemur upp er nauðsynlegt að smella á litla i efst í vinstra horni aðalvalmyndar og velja þar að aftengjast. Þá innskrá aftur og vandamálið ætti að vera leyst.