Aðalfundur FÍA var haldinn þriðjudagskvöldið 15. febrúar s.l. á Grand Hótel Reykjavík.
Á fundinum fór meðal annars fram kosning á nýrri stjórn FÍA og voru eftirtaldir kjörnir:
Hafsteinn Pálsson flugstjóri Icelandair, formaður
Jón Þór Þorvaldsson flugmaður Icelandair, varaformaður
Guðjón H. Gunnarsson flugstjóri Flugfélagi Íslands, meðstjórn
Hafsteinn Orri Ingvason flugmaður Atlanta, meðstjórn
Högni Björn Ómarsson flugstjóri Icelandair, meðstjórn
Ólafur Örn Jónsson flugmaður Atlanta, meðstjórn
Þorvaldur Friðrik Hallsson flugmaður Icelandair, meðstjórn
Jakob Ólafsson flugstjóri Landhelgisgæslunni, varamaður
Ölver Jónsson flugmaður Ernir, varamaður
Þeir sem ekki náðu kjöri voru, Örnólfur Jónsson í framoði til formanns, Guðlaugur Birnir Ásgeirsson í framboði til vara formanns, þeir Ingvar Jónsson og Þorsteinn Kristmannsson í framboði til meðstjórnar og Ragnar Már Ragnarsson í framboði til varamanns.