None
04. okt 2024

Nýtt fréttabréf FÍA - Kotra

Kæru félagar

Það hefur alltaf verið metnaður FÍA að standa í öflugri útgáfustarfsemi. Fréttabréf okkar hefur verið gefið út um árabil og verið vettvangur umræðu þess sem efst er á baugi hverju sinni. Í dag kemur fréttabréf okkar út í nýju broti og hefur loks fengið nafn.

Það er von okkar að nýja bréfinu verði vel tekið og við viljum hvetja alla félagsmenn til að leggja okkur lið. Allar hugleiðingar og ábendingar ykkar félagmanna eru vel þegnar. Einnig góðar ljósmyndir úr starfi, af hinum ýmsum toga. Netfangið er frettabref@fia.is

Bréfið er að finna bæði í appinu sem og á heimasíðu félagsins.

Kær kveðja

FÍA