None
01. mar 2024

Niðurstöður Stjórnarkjörs FÍA 2024

Á aðalfundi FÍA í gærkveldi lágu úrslit kosninga um stjórnarkjör í FÍA fyrir. Kosningaþáttaka var afar góð en um 72,64% sem voru á kjörskrá tóku þátt en
félagsmenn gátu kosið að þessu sinni. Aðalfundurinn fór fram að þessu sinni í höfuðstöðvum FÍA og var salurinn þéttsetinn.

Úrslit stjórnarkjörs FÍA eru:

Jón Þór Þorvaldsson, kjörinn formaður til næstu tveggja ára.

Meðstjórnendur til næstu tveggja ára eru;

Elí Úlfarsson (ICE) - 62,67%

Örnólfur Jónsson (ICE) - 60%

Guðmundur Óskar Bjarnason (ICE) - 59,83%

Högni Björn Ómarsson - 50,67%

Vala Gauksdóttir (FÍ) - 48,83%

Kristinn Alex Sigurðsson - 37,83%

Samkvæmt 16. gr. laga geta aðeins fimm félagsmenn frá hverjum samningsaðila FÍA geta tekið sæti í stjórn hverju sinni. Þar sem félagmenn frá Icelandair fylltu kvótann sinn í þessum er Vala sjálfkjörin í stjórn FÍA.

Félagsmenn FÍA óskar þeim til hamingju með kjörið og og óskar þeim velfarnaðar í störfum sínum.

Þeir stjórnarmenn sem hætta í stjórn eru Gunnar Björn Bjarnason, Högni Björn Ómarsson, Sara Hlín Sigurðardóttir og Steindór Ingi Hall. Félagsmenn FÍA þakkar þeim fyrir mikið og óeigingjarnt starf í þágu atvinnuflugmanna.

Fyrir eru í stjórn: Guðmundur Már Þorvarðason, varaformaður, G. Birnir Ásgeirsson, Haraldur Helgi Óskarsson, Jóhannes Jóhannesson meðstjórnendur.