Flugöryggisstofnun Evrópu (EASA) mun innan tíðar gefa út lokatillögur sínar á nýjum flugvakt- og hvíldartímareglum (FTL). Hlutverk stofnunarinnar er að byggja tillögur sínar á vísinda- og læknisfræðilegum grunni með því að taka inn í myndina nýjustu vísinda- og læknarannsóknir í þessum efnum.
Norrænar flugáhafnir hafa alvarlegar áhyggjur af því að ferlið fram að þessu, þegar til stendur að gefa út lokatillögur stofnunarinnar, hafi ekki verið í samræmi við ofangreint hlutverk. EASA hefur, í tveimur aðskildum tilfellum, sótt vísindalegar og læknisfræðilegar upplýsingar til fremstu sérfræðinga Evrópu í flugþreytu og afkastagetu likamans. Þrátt fyrir það hefur EASA ákveðið að líta fram hjá niðurstöðum þessara aðila í nokkrum mikilvægum sviðum.
Norrænar flugáhafnir telja að öryggi farþega jafnt sem áhafna sé stefnt í hættu með innleiðingu vakttímareglna sem ganga í þvert á rannsóknir á getu mannsins. Þrátt fyrir að reglugerðir utan Evrópu séu að þróast í öryggisátt, ákveður EASA að þróa reglurnar í átt meira álags og þreytu.
Vandamál tengd þreytu er vel þekkt og skráð sem veruleg hætta í flugheiminum.
Í ljósi þess á ekki að leita málamiðlunar í tenglum við svo mikilvægar reglugerðir. Að meðaltali hefur þreyta mikil áhrif í um 20% af alvarlegum flugslysum. Flugfarþegar ættu að vita af þeirri langtíma hættu sem stafar af gölluðum reglum sem eiga að verja farþega og áhafnir fyrir þreyttum flugáhöfnum.
Norrænar flugáhafnir krefjast því að Norræn yfirvöld nýti nú stöðu sína og vinni að því að framtíðar flugvakt- og hvíldartímareglur verði byggðar á vísindalegum- og læknisfræðilegum grunni.
Svensk Pilotförening Gunnar Mandahl
Unionen Niklas Hjert
Norsk Flygerforbund Christian Langvatn
Parat Vegard Einan
Danish Airline Pilots’ Association, DALPA Lars Bjørking
Cabin Union Denmark, CUD Henrik Parelius
Finnish Pilots’ Association Hannu Korhonen
Finnish Cabin Crew Union Thelma Åkers
Icelandic ALPA Hafsteinn Pálsson
Icelandic Cabin Crew Union Sigrún Jónsdóttir
Estonian ALPA Rauno Menning
Estonian Cabin Crew Union Veiko Saga
Fyrir hönd 15 300 atvinnuflugmanna og flugáhafna sem fljúga með þig yfir Svíþjóð, Noreg, Danmörku, Finnland, Ísland og Eistland.