None
28. nóv 2023

Paul Allen kosinn í stjórn ECA

Paul Allen, flugstjóri hjá Air Atlanta hefur verið kosinn í stjórn Evrópska flugmannasambandsins ( e. European Cockpit Association) á nýafstaðinni ráðstefnu sambandsins í Brussel.

Paul er fyrstur íslenskra flugmanna sem kjörinn er í stjórn ECA, en stjórnina skipa 6 aðilar. Hann er menntaður flugvirki og flugmaður og hefur áratuga reynslu úr störfum sínum sem flugmaður og síðar flugstjóri frá árinu 1994. Paul er einnig með mastersgráðu í flugöryggismálum frá Háskólanum í London og er viðurkenndur af ICAO sem rannsakandi flugslysa.

Paul hefur sinnt nefndarstörfum í Alþjóðanefnd FÍA undanfarin ár við góðan orðstír og kosning hans í hlutverk Director Professional Affairs ekki einungis staðfesting á framúrskarandi starfi hans í þágu félagsmanna FÍA á alþjóðavettvangi sl. ár, heldur er kosningin einnig mikilvæg viðurkenning á því starfi sem aðilar í nefndum FÍA vinna í þágu félagsmanna.

Stjórn FÍA óskar Paul Allen til hamingju með kosninguna og óskar honum velfarnaðar í störfum sínum hjá ECA.

Heimasíða ECA

"The European Cockpit Association (ECA) was created in 1991 and is the representative body of European pilots at European Union (EU) level. It represents over 40,000 European pilots from the National pilot Associations in 33 European states."

"The European Cockpit Association represents the collective interests of professional pilots at European level, striving for the highest levels of aviation safety and fostering social rights and quality employment."