None
22. des 2020

Primera dómurinn - mikilvægt fordæmi

Nýlega féll dómur félagsdóms í Danmörku þar sem staðfest var að flugfélagið Primera braut gegn lögum með því að ráða flugmenn með heimahöfn (e. home base) í Danmörku sem verktaka.

Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að flugmaður sem ráðinn var inn sem verktaki með heimahöfn í Danmörku ætti rétt á sömu launum og réttindum og samstarfsfélagar hans sem störfuðu eftir kjarasamningi hjá sama fyrirtæki. Flugfélagið Primera hafði þá ráðið inn flugmenn sem verktaka frá dótturfélagi staðsettu á Guernsey. Þeir höfðu heimahöfn í Danmörku en nutu ekki lífeyrisgreiðslna, orlofs og fengu eingöngu greidda 10 veikindadaga á ári. Með dóminum er sett mikilvægt fordæmi um að ekki er heimilt að undirbjóða kjarasamninga með þessum hætti, þ.e. með því að fara framhjá kjarasamningsbundnum launum og réttindum með verktakaforminu.


Lögfræðingur FÍA, Sonja Bjarnadóttir, skrifaði áhugaverða grein um málið og þýðingu þess í desemberútgáfu Fréttabréfs FÍA sem við hvetjum öll til að lesa.
Sjá hér á bls. 8-9.