Reykjavík Flight Safety Symposisum 2024
Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna stendur fyrir ráðstefnunni ,,Reykjavik Flight Safety Symposium” í áttunda sinn fimmtudaginn 10. október 2024 í Gullhömrum.
Markmið ráðstefnunnar er að miðla fróðleik og skapa vettvang fyrir umræðu um þau málefni sem varða flugiðnaðinn á hverjum tíma. Ráðstefnan dregur til sín fjölbreyttan hóp úr flugiðnaðinum, alls staðar að úr heiminum. Þátttaka síðustu ár hefur farið fram úr björtustu væntingum og ljóst að umfjöllunarefnið höfðar til fjölbreytts áheyrendahóps, m.a. flugumferðarstjóra, flugfreyju og -þjóna, flugvirkja, flugmanna og aðila úr stjórnsýslunni.
Viðfangsefnin eru fjölbreytt í samræmi við anda ráðstefnunnar en staðfestir fyrirlesarar eru:
Svandís Svavarsdóttir, Innviðaráðherra – Opnunarávarp og setning
Niklas Ahrens. Flugmaður og meðlimur vinnuhóps IFALPA um hönnun og rekstur loftfara – GNSS truflanir og framtíðar ógnir í netöryggi: Innsýn frá flugmönnum um nýjar áskoranir flugsins.
Mouna Bouassida Bouricha. Senior Manager Flight Operations Technical at Qatar Airways
– GNSS truflanir. Sjónarhorn flugrekanda.
Tomas Gustafsson . Flugstjóri hjá SAS og nefndarmaður í öryggisnefnd Swedish ALPA – Fjarturnar.
Sigríður Björk Þormar. Sálfræðingur – Andleg heilsa.
Ragnheiður Aradóttir. ProEvents - Skapandi og gefandi samskipti.
Linda Gunnarsdóttir Yfirflugstjóri / Kári Kárason Flotastjóri Airbus hjá Icelandair - Innleiðing Airbus hjá Icelandair.
Jón Hörður Jónsson - Formaður öryggisnefndar FÍA - Ávarp og lokaorð.
Aðgangseyririnn er 9.900 krónur. Hádegishlaðborð og léttar veigar á ráðstefnunni er innifalið í verðinu.
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna: hér