Tengdar fréttir
Kotra - fréttabréf FÍA
Kotra fréttabréf FÍA er komið út.
Hægt er að nálgast blaðið hér
Allar hugleiðingar og ábendingar eru vel þegnar. Einnig góðar ljósmyndir úr starfi, af hinum ýmsum toga. Netfangið er frettabref@fia.is
Frá Öryggisnefnd FÍA
Áhafnir flugvéla hafa í gegnum tíðina getað reitt sig á Reykjavíkurflugvöll sem ákjósanlegan varaflugvöll. Undanfarin ár hefur þó þrengt að vellinum, ekki síst vegna takmarkana á þjónustutíma sem auglýstur er í flugmálahandbók (AIP Iceland).
Samkvæmt upplýsingum í flugmálahandbók er völlurinn lokaður fyrir allri umferð frá kl. 2300 að kvöldi til kl. 0700 að morgni alla virka daga og frá kl. 2300 að kvöldi til kl. 0800 að morgni um helgar. Flugvöllurinn er einnig lokaður ýmsa helgidaga. Reykjavíkurflugvöll er þó hægt að fá opnaðan með flugupplýsingaþjónustu (AFIS) utan þjónustutíma með 15 mínútna fyrirvara m.a. fyrir millilandaflug sem notar flugvöllinn sem varaflugvöll.
Sjá hér.
Nú hafa komið upp amk. tvö tilvik á 18 mánuðum þar sem væntingar flugmanna til þessarar þjónustu hafa brugðist og Isavia ekki tekist að gera flugvöllinn nothæfan á 15 mínútum eins og kemur fram í flugmálahandbók.
Það er því mat Öryggisnefndar FÍA að sýna þurfi sérstaka aðgát ef nota þarf Reykjavíkurflugvöll sem varaflugvöll utan auglýsts þjónustutíma ef líkur eru á ísingu og skertum bremsuskilyrðum.