None
12. mar 2020

RFSS BREYTING

Vegna skyndilegra breytinga og þróunar á Covid-19 faraldrinum, þurfum við að bregðast við aðstæðum og munum streyma ráðstefnuna á netinu. Ráðstefnan verður samt sem áður haldin á Nordica, opin sérstökum boðsgestum og við viljum hvetja ykkur til að horfa á hana á netinu.

Linkur á streymið verður aðgengilegur á www.fia.is

Miðar sem keyptir voru á tix.is verða endurgreiddir samkæmt beiðni til info@tix.is

**Mælst er til þess að einstaklingar sem eru með hita eða einkenni sem svipar til einkenna kórónaveirunnar COVID-19 haldi sig heima. Helstu einkenni eru: Hiti, hósti, þreyta, vöðva-, bein-, eða höfuðverkur. Meltingareinkenni (kviðverkir, ógleði/uppköst, niðurgangur) eru ekki algeng einkenni vegna COVID-19 en þekkjast þó. Mikilvægt er að fylgjast vel með tilmælum landlæknis en nýjustu upplýsingar má vef hans. Á dögunum voru gefnar út leiðbeiningar fyrir einstaklinga með áhættuþætti vegna COVID-19, Að öðru leyti þá eru grunnskilaboðin þessi:

✓ Hreinlæti er fyrir öllu: Þvoum okkur oft og vel um hendurnar með vatni og sápu. Gott er að nota líka handspritt ef hendur eru ekki sýnilega óhreinar.

✓ Ef þú þarft að hósta eða hnerra er betra að gera það í olnbogann eða í bréf en ekki í hendurnar eða út í loftið.

✓ Gætum þess að snerta andlitið sem minnst með höndunum, t.d. augun, munninn og nefið því þannig getur veiran komist inn í líkamann.

✓ Forðumst faðmlög, kossa og knús, notum heldur brosið. Þannig er hægt að forðast smit og forðast að smita aðra.

✓ Forðumst náin samskipti við þá sem eru veikir.

✓ Tökum hlutunum með ró og förum eftir leiðbeiningum.

Það er mikilvægt að við stöndum öll saman í því að hægja á útbreiðslu veirunnar