None
15. jún 2011

Skorum á EU að setja öryggi farþega í fyrsta sæti!

Fréttatilkynning frá ECA, European Cockpit Association (Evrópusamband atvinnuflumannafélaga):

- Flugmenn krefjast öruggra, vísindalegra hvíldarreglna

Skrifað í Luxemburg þann 15. júní 2011.

Flugmenn hvaðanæva að úr Evrópu koma saman á morgun 16. júní fyrir utan samgönguráðuneyti Evrópusambandsins í Luxemburg til að krefja samgönguráðherra Evrópu um að setja öryggi farþega í fyrsta sæti við setningu nýrra hvíldartímareglna sem fyrirhugaðar eru fyrir alla flugmenn í Evrópu. Þegar þreyta flugmanna er hugsanlegur orsakavaldur í 15-20% allra alvarlegra flugslysa geta ráðherrarnir ekki horft undan því að ný drög að reglugerðum um málefni fara á engan hátt eftir þeim rannsóknum og staðreyndum sem liggja fyrir eftir áratuga reynslu.

Ef þau drög sem fyrir liggja breytast ekki verulega – í takt við vísindalegar staðreyndir – munu hvíldartímareglurnar draga verulega úr því flugöryggi sem Evrópa státar af í dag, á kostnað almennra ferðamanna.

Með mótmælastöðunni fyrir framan ráðuneytið munu atvinnuflugmennirnir láta í ljósi áhyggjur sínar yfir öryggi í tengslum við þau drög að hvíldartímareglugerð sem lögð voru fram í desember 2010 og voru gerð án tillits til niðurstöðu vísindamanna um málefnið, þrátt fyrir lagalega skyldu um að taka tillit til þeirra.

Með því að dreifa þúsundum bæklinga í miðborg Luxemborgar og halda blaðamannafund vilja flugmenn kalla alla samgönguráðherra Evrópusambandsins til ábyrgðar og vekja athygli á eftirfarandi:.

? Vaknið og gerið ykkur grein fyrir þeirri hættu sem flugmannaþreyta er fyrir ferðamenn

? Styðjið ESB reglugerð byggða á vísindalegum niðurstöðum til að minnka þessa áhættu

? Sjáið til þess að þau drög sem nú eru á boðinu breytist í takt við niðurstöður vísindamanna.

„Langar vaktir og stuttur svefn flugmanna getur verið dauðans alvara, ef ekki er sett tilhlýðileg reglugerð byggð á vísindalegum grunni til að stuðla að sem mestu öryggi." segur forseti ECA, Evrópska flugmannasambandsins, Nico Voorbach. „Þeir fimmtíu sem týndu lífi sínu fyrir tveimur árum í flugslysinu hjá Colgan Air (USA) eru sorgleg áminning til Evrópuráðherra um að við eigum ekki að bíða eftir dauðaslysi til að átta okkur á þörfinni á reglugerð byggðri á vísindaniðurstöðum sem þó liggja fyrir hjá ráðuneytinu. Eftir þetta slys brugðust bandarísk yfirvöld hratt við og munu kynna nýjar reglur í ágúst á þessu ári, sem munu byggja á slíkum niðurstöðum."

„Hér í Evrópu virðast stofnanir ekki hafa vaknað upp til að bregðast við þessum þreytuþætti í þágu farþega" bætir Philip von Schöppenthau, framkvæmdastjóri ECA, við. „Fjöldi sannana frá vísindamönnum liggja fyrir, þar á meðal rannsókn unnin á vegum EASA (flugöryggisstofnun Evrópu) sjálfrar. En sú reglugerð sem EASA leggur fram er öllu fremur hönnuð til að skera niður kostnað flugfélaganna í stað þess að huga að öryggi farþega. Við erum sammála því að Evrópa þarf að vera samkeppnishæf í flugiðnaðinum, en ættum ekki undir neinum kringumstæðum að láta hagnaðarsjónarmið ráða ferðinni og öryggissjónarmiðin víkja, það eru grunnréttindi farþega eða geta treyst því að flug sé öruggur ferðamáti."

ECA samanstendur af 38.650 flugmönnum og hafnar núverandi drögum að nýrri hvíldartímareglugerð flugmanna og krefur ráðherra ESB til að sjá til þess að EASA breyti sínum drögum í takt við vísindalegar niðurstöður um þreytu.

Nánari upplýsingar:

http://www.eurocockpit.be