None
27. feb 2020

Spennandi hádegisfundir framundan

Starfsmenntasjóður býður að vanda upp á spennandi hádegisfyrirlestra um ólík málefni.

Fimmtudaginn 5. mars kl. 12-14 í Hlíðasmára 8

Hugað að hjartanu

Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir og prófessor, heldur fyrirlestur um forvarnir gegn hjarta- og æðasjúkdómum en einnig sýna í hverju meðferð við þeim felst. Sýndar verða myndir úr skurðaðgerðum og þau tæki sem eru í ,,cockpit" hjartaskurðlæknis á LSH. Loks mun hann sýna myndir af hjarta landsins sem hann hefur flogið yfir margsinnis með vini sínum RAX sem einnig er flugmaður.

Fimmtudagurinn 26. mars kl.12-14 í Hliðasmára 8

Fjölskyldu- og erfðaréttur: Hvað þurfum við að hafa í huga?

Erfðamál, skilnaður, hjúskapur, sambúð, forsjár barna, skattur eru nokkur dæmi sem oft þarf að huga að. Dögg Pálsdóttir, aðjúnkt hjá Háskólanum í Reykjavík, fer yfir helstu atriði í fjölskyldu- og erfðarétti á mannamáli.

Fimmtudagurinn 30. apríl kl.12-14 í Hlíðasmára 8

Vilborg Arna Gissurardóttir; 8848 ástæður til þess að gefast upp

Saga Vilborgar Örnu. Fyrirlesturinn fjallar um ferðalag í átt að markmiði sem reyndist síður en svo auðvelt að ná. Sagan er persónuleg og fjallar um hvernig er hægt að yfirstíga hindranir, halda út í erfiðum aðstæðum, sorgir sem og sigra. Sagan á erindi við alla sem þurfa að takast á við áskoranir, mótlæti eða vilja bæta árangur sinn