Tengdar fréttir
Kotra - fréttabréf FÍA
Kotra fréttabréf FÍA er komið út.
Hægt er að nálgast blaðið hér
Allar hugleiðingar og ábendingar eru vel þegnar. Einnig góðar ljósmyndir úr starfi, af hinum ýmsum toga. Netfangið er frettabref@fia.is
Miðvikudaginn 16. janúar, kl. 12-14, stendur Starfsmenntasjóður FÍA fyrir áhugaverðum hádegisfyrirlestri þar sem dr. Erla Björnsdóttir fer yfir helstu þætti er varða svefntíma fólks í vaktavinnu.
Við bendum jafnframt á að erindið verður endurtekið þriðjudaginn 5. febrúar.
Erla Björnsdóttir er stofnandi og stjórnarformaður Betri svefns. Hún lauk B.A prófi í sálfræði frá Háskóla Íslands 2007 og kandídatsprófi frá Háskólanum í Árósum 2009. Erla lauk svo doktorsprófi í líf-og læknavísindum frá Háskóla Íslands í janúar 2015. Í doktorsnámi sínu rannsakaði hún svefnleysi, andlega líðan og lífsgæði hjá sjúklingum með kæfisvefn.
Erla hefur sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð við svefnleysi (HAM-S) og vinnur að rannsóknum á því sviði ásamt samstarfsmönnum í Evrópu og Bandaríkjunum. Hún hefur birt fjölda greina í erlendum ritrýndum tímaritum og einnig skrifað um svefn á innlendum vettvangi og er höfundur bókarinnar Svefn, sem kom út árið 2017.